Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Flugeldasala, mygla, jarðvinnsla líkamsleifa og meint leyndarhyggja meirihlutans í Reykjavík verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Forstjóri Umhverfisstofnunar segir stofnunina eiga að sinna fræðsluhlutverki varðandi loftgæði vegna flugelda en formaður Landsbjargar segir herferð stofnunarinnar nú fyrir áramót hafa komið aftan að björgunarsveitunum og niður á flugeldasölu.

Mygla hefur fundist á þremur leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu í tvígang að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar. Oddviti Framsóknar segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki.

Yfirvöld í New York ríki í Bandaríkjunum hafa bæst í hóp fimm annarra ríkja sem hafa heimilað einstaklingum að velja að láta endurnýja líkamsleifar sínar með því að breyta þeim í moltu. Þessi valkostur er til skoðunar hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×