Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills liðsins, hné þá niður eftir að hafa tæklað sóknarmann Cincinnnati Bengals.
Hamlin féll í grasið eftir þetta harkalegt samstuð við Tee Higgins, útherja Bengals, en stóð fljót upp aftur. Hamlin lagaði hjálminn sinn og virtist ætla að halda áfram leik þegar hann hné niður að nýju.
Sjúkraliðar og læknar hlupu inn á völlinn þegar ljóst var hversu alvarlegt ástand Hamlin var. Þeir reyndu lífgunartilraunir á vellinum í margar mínútur áður en Hamlin var fluttur með sjúkrabíl á Cincinnati Medical Center sjúkrahúsið. Hann er sagður þungt haldinn að því er fram kemur í yfirlýsingu frá NFL deildinni.
Bengals and Bills fans gathered to pray outside the hospital where Damar Hamlin is receiving care
— Bleacher Report (@BleacherReport) January 3, 2023
(via @caraphoto23)pic.twitter.com/v6uGDvtaHx
Allir leikmenn Buffalo Bills liðsins mynduðu hring í kringum Damar Hamlin á meðan hugað var af honum. Sextán mínútur liðu frá samstuðinu þar til að hann var fór af stað á sjúkrahúsið.
Á þessum tímapunkti var staðan 7-3 fyrir Cincinnnati Bengals og rúmar sjö mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum.
Hlé var gert á leiknum en svo tók NFL-deildin ákvörðun um að aflýsa honum og klára hann síðar.
His vitals are back to normal and they have put him to sleep to put a breathing tube down his throat. They are currently running tests. That s from Damar Hamlin rep giving some good news, but it s still early. pic.twitter.com/BKSO8YpQT7
— Nick Bradshaw (@nbradshawtv) January 3, 2023