Mandarínurnar brugðust Agli og fleirum þessi jólin Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2023 14:33 Egill er einn margra sem ekki getur hugsað sér jólin án þess að grípa í eina og eina mandarínu milli mála. Þessi jól bar svo við að Egill fékk ekki einn einasta mandarínukassa án þess að hann væri ónýtur: Ávextirnir bragðvondir, þurrir, trénaðir eða þá alltof linir. vísir/vilhelm/fb Egill Helgason sjónvarpsmaður er afar ósáttur við mandarínusendinguna til Íslands nú í desember. Sú var tíð að epli voru boðberi jólahátíðarinnar á Íslandi – fágætur munaður. Vörusendingar til landsins hafa tekið stakkaskiptum síðan þetta var. Ávextir eru þó í hugum margra tengdir jólahátíðinni órjúfanlegum böndum og má segja að mandarínurnar hafi tekið við af eplum sem jólaávöxturinn – einkenni jólahátíðarinnar. Egill er einn þeirra sem getur ekki hugsað sér jól án þess að geta gripið í eins og eina eða tvær mandarínur. Egill býður upp á neytendapistil á Facebook-síðu sinni. Nokkuð sem hann kallar mandarínukvabb. „Ég get ekki hugsað mér jól án þess séu mandarínur. Finnst þær góðar og ómissandi. Kaupi mikið af þeim. Þessi jól hefur borið svo við að ég hef ekki fengið einn einasta mandarínukassa án þess að hann væri ónýtur. Ávextirnir bragðvondir, þurrir, trénaðir eða þá alltof linir. Eru svo farnir að rotna stuttu eftir að þeir koma úr búðinni. Þetta eru vonbrigði.“ Ekki er að sökum að spyrja. Fjölmargir setja inn athugasemdir og taka í sama streng. Jólamandarínurnar voru samkvæmt því ómögulegar að þessu sinni. Hvar er umboðsmaður mandarína? Stikkprufa athugasemda af Facebook-vegg Egils segir sína söguna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Sammála, ekki nokkur leið að kaupa þetta. (Og fylgir reiðikall með.) Snorri Már Skúlason: „Keypti kassa fyrir jól og u.þ.b. helmingurinn fór í ruslið myglaður eða skemmdur að öðru leyti. Lét mér það að kenningu verða og keypti ekki aftur.“ Ragnheiður Júlía Wium Hilmarsdóttir: „Ég er hætt að kaupa þetta. Hendi alltaf 60 - 70 %“ Í sama streng tekur Jónína Kolbrún Cortes: „Ég er hætt að kaupa mandarínur útaf þessu.“ Og þannig gengur dælan. Alþingis- og tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon skrifar kotroskinn: „Hér þarf umboðsmaður mandarína að bregðast við!“ Ekkert kvartað undan mandarínum hjá Bónus Hver telst umboðsmaður mandarína skal ósagt látið, enn vantar neytendaráðuneyti á Ísland en Vísir reyndi að grafast fyrir um málið. Og það verður að segjast að þeir sem höndla með mandarínurnar komu af fjöllum. Vísir náði tali Guðmundi Marteinssyni framkvæmdastjóra hjá Bónus. Hann var staddur erlendis, á fundi en kannast ekki við að kvartað hafi verið undan mandarínum frá þeim núna. Erindið kom Guðmundi í Bónus á óvart, ekkert hefur borið á því að fólk hafi kvartað undan mandarínunum þaðan. „Við erum með Robin frá Spáni, flottustu mandarínur á markaðinum. Rollsinn í mandarínunum. Gæðin fara eftir uppskerunni hverju sinni, þetta er náttúrlega lifandi vara en við vorum ekki að sjá það á sölunni að mandarínurnar væru lélegar þetta árið.“ Seldu 400 tonn af mandarínum Bónus fær sínar mandarínur frá heildsölufyrirtækinu Bananar og þar var fyrir svörum Örvar Karlsson sölustjóri. Hann undraðist mandarínukvabb Egils og spurði strax á móti hvar hann verslaði sínar mandarínur? „Við seldum yfir 400 tonn yfir jólin. Sem er sambærileg tala og var í hitteðfyrra. Við urðum ekki varir við skemmda ávexti í neinu magni. Auðvitað kemur fyrir að ein og ein clementína sé ónýt en ekki í hinu stóra samhengi. Salan var þannig í ár og kvartanir voru ekki svo neinu nemur. Þetta var fínt clementínuár og ég er búinn að vera í þessu í þrjátíu ár. Ég veit ekki hvar Egill verslar, ég verð að kasta boltanum aftur yfir til hans með það.“ Örn treysti sér ekki til að fullyrða hversu mikla markaðsdeild Bananar væru með í mandarínuinnflutningi en sagði fyrirtækið sterkt þar. Neytendur Matur Jól Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Sú var tíð að epli voru boðberi jólahátíðarinnar á Íslandi – fágætur munaður. Vörusendingar til landsins hafa tekið stakkaskiptum síðan þetta var. Ávextir eru þó í hugum margra tengdir jólahátíðinni órjúfanlegum böndum og má segja að mandarínurnar hafi tekið við af eplum sem jólaávöxturinn – einkenni jólahátíðarinnar. Egill er einn þeirra sem getur ekki hugsað sér jól án þess að geta gripið í eins og eina eða tvær mandarínur. Egill býður upp á neytendapistil á Facebook-síðu sinni. Nokkuð sem hann kallar mandarínukvabb. „Ég get ekki hugsað mér jól án þess séu mandarínur. Finnst þær góðar og ómissandi. Kaupi mikið af þeim. Þessi jól hefur borið svo við að ég hef ekki fengið einn einasta mandarínukassa án þess að hann væri ónýtur. Ávextirnir bragðvondir, þurrir, trénaðir eða þá alltof linir. Eru svo farnir að rotna stuttu eftir að þeir koma úr búðinni. Þetta eru vonbrigði.“ Ekki er að sökum að spyrja. Fjölmargir setja inn athugasemdir og taka í sama streng. Jólamandarínurnar voru samkvæmt því ómögulegar að þessu sinni. Hvar er umboðsmaður mandarína? Stikkprufa athugasemda af Facebook-vegg Egils segir sína söguna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Sammála, ekki nokkur leið að kaupa þetta. (Og fylgir reiðikall með.) Snorri Már Skúlason: „Keypti kassa fyrir jól og u.þ.b. helmingurinn fór í ruslið myglaður eða skemmdur að öðru leyti. Lét mér það að kenningu verða og keypti ekki aftur.“ Ragnheiður Júlía Wium Hilmarsdóttir: „Ég er hætt að kaupa þetta. Hendi alltaf 60 - 70 %“ Í sama streng tekur Jónína Kolbrún Cortes: „Ég er hætt að kaupa mandarínur útaf þessu.“ Og þannig gengur dælan. Alþingis- og tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon skrifar kotroskinn: „Hér þarf umboðsmaður mandarína að bregðast við!“ Ekkert kvartað undan mandarínum hjá Bónus Hver telst umboðsmaður mandarína skal ósagt látið, enn vantar neytendaráðuneyti á Ísland en Vísir reyndi að grafast fyrir um málið. Og það verður að segjast að þeir sem höndla með mandarínurnar komu af fjöllum. Vísir náði tali Guðmundi Marteinssyni framkvæmdastjóra hjá Bónus. Hann var staddur erlendis, á fundi en kannast ekki við að kvartað hafi verið undan mandarínum frá þeim núna. Erindið kom Guðmundi í Bónus á óvart, ekkert hefur borið á því að fólk hafi kvartað undan mandarínunum þaðan. „Við erum með Robin frá Spáni, flottustu mandarínur á markaðinum. Rollsinn í mandarínunum. Gæðin fara eftir uppskerunni hverju sinni, þetta er náttúrlega lifandi vara en við vorum ekki að sjá það á sölunni að mandarínurnar væru lélegar þetta árið.“ Seldu 400 tonn af mandarínum Bónus fær sínar mandarínur frá heildsölufyrirtækinu Bananar og þar var fyrir svörum Örvar Karlsson sölustjóri. Hann undraðist mandarínukvabb Egils og spurði strax á móti hvar hann verslaði sínar mandarínur? „Við seldum yfir 400 tonn yfir jólin. Sem er sambærileg tala og var í hitteðfyrra. Við urðum ekki varir við skemmda ávexti í neinu magni. Auðvitað kemur fyrir að ein og ein clementína sé ónýt en ekki í hinu stóra samhengi. Salan var þannig í ár og kvartanir voru ekki svo neinu nemur. Þetta var fínt clementínuár og ég er búinn að vera í þessu í þrjátíu ár. Ég veit ekki hvar Egill verslar, ég verð að kasta boltanum aftur yfir til hans með það.“ Örn treysti sér ekki til að fullyrða hversu mikla markaðsdeild Bananar væru með í mandarínuinnflutningi en sagði fyrirtækið sterkt þar.
Neytendur Matur Jól Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira