Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Siggeir Ævarsson skrifar 4. janúar 2023 21:36 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. „Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“ Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“
Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58