Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2023 13:03 Húsnæðið og heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem verður notuð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira