Á leið sinni heim eftir 0-1 sigur United á Wolves á gamlársdag keyrði Antony BMW X6 bíl sinn út af veginum sem var háll eftir rigningu.
Lögregla var kölluð á staðinn. Hún lét Antony blása en Brassinn var allsgáður. Antony var einn í bílnum sem kostaði hann hundrað þúsund pund, eða rúmlega sautján milljónir íslenskra króna.
Antony skoraði fyrsta mark United í 3-1 sigrinum á Everton í ensku bikarkeppninni á föstudaginn. Hann hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir United og skorað fjögur mörk.
United keypti Antony frá Ajax fyrir áttatíu milljónir punda í sumar.