Drama í Frakklandi: Koma Zidane til varnar eftir vanvirðingu forsetans Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 15:00 Zinedine Zidane kann að vera á leið til Brasilíu. Getty/David S. Bustamante Ummæli Nöel Le Graët, forseta franska knattspyrnusambandsins, um þjálfarann og goðsögnina Zinedine Zidane hafa kallað á hörð viðbrögð víða af. Kylian Mbappé og spænska félagið Real Madrid hafa séð sig knúin til að láta forsetann heyra það. Le Graët hefur beðist afsökunar á ummælunum. Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira