Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. janúar 2023 16:52 Maðurinn var við kennslu á valdbeitingarnámskeiði fyrir lögreglumenn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra. Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira