Stjórn franska knattspyrnusambandsins setti forsetann til hliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2023 13:38 Noel Le Graet hefur verið forseti franska sambandsins í að verða tólf ár en nú er valdatími hans á enda. AP/Christophe Ena Stjórn franska knattspyrnusambandsins tók þá ákvörðun á fundi sínum í dag að leysa forseta sambandsins tímabundið frá störfum. Hinn 81 árs gamli Noël Le Graët, sem hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2011, er ekki lengur í því starfi. Ástæðan eru ummælin sem hann lét falla um franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Le Graet fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að lýsa því yfir að hann myndi aldrei taka við símtal frá Zidane um að verða þjálfari franska landsliðsins. Kylian Mbappe og Hugo Lloris voru meðal þeirra leikmanna sem gagnrýndu forsetann. Le Graet baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið klaufaleg. Það var hins vegar allt of seint og siðanefnd franska sambandsins skoraði á forsetann að segja af sér. Jean-Michel Aulas est sorti du siège de la FFF, où se tenait le comité exécutif exceptionnel : « Noël Le Graët est très malheureux. » pic.twitter.com/wD8EEaZX90— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 11, 2023 Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og átti magnaðan feril, lengst af sem einn af allra bestu knattspyrnumönnum heimsins. Því var spáð að Zidane yrði eftirmaður Didier Deschamps sem þjálfari franska landsliðsins en Deschamps framlengdi samning sinn til ársins 2026 á dögunum. Þegar gengið var á Le Graet með hvort hann hafi rætt við Zidane þá var hann ekkert nema stælar og gerði lítið úr einni stærstu fótboltastjörnu Frakka fyrr og síðar. Stjórnin tók þessa risaákvörðun í dag og varaforsetinn Philippe Diallo mun sinna forsetastarfinu til að byrja með. Það er ekki ljóst hvort eða hvenær Noël Le Graët fái að setjast aftur í forsetastólinn. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Franski boltinn Frakkland Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Hinn 81 árs gamli Noël Le Graët, sem hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2011, er ekki lengur í því starfi. Ástæðan eru ummælin sem hann lét falla um franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Le Graet fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að lýsa því yfir að hann myndi aldrei taka við símtal frá Zidane um að verða þjálfari franska landsliðsins. Kylian Mbappe og Hugo Lloris voru meðal þeirra leikmanna sem gagnrýndu forsetann. Le Graet baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið klaufaleg. Það var hins vegar allt of seint og siðanefnd franska sambandsins skoraði á forsetann að segja af sér. Jean-Michel Aulas est sorti du siège de la FFF, où se tenait le comité exécutif exceptionnel : « Noël Le Graët est très malheureux. » pic.twitter.com/wD8EEaZX90— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 11, 2023 Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og átti magnaðan feril, lengst af sem einn af allra bestu knattspyrnumönnum heimsins. Því var spáð að Zidane yrði eftirmaður Didier Deschamps sem þjálfari franska landsliðsins en Deschamps framlengdi samning sinn til ársins 2026 á dögunum. Þegar gengið var á Le Graet með hvort hann hafi rætt við Zidane þá var hann ekkert nema stælar og gerði lítið úr einni stærstu fótboltastjörnu Frakka fyrr og síðar. Stjórnin tók þessa risaákvörðun í dag og varaforsetinn Philippe Diallo mun sinna forsetastarfinu til að byrja með. Það er ekki ljóst hvort eða hvenær Noël Le Graët fái að setjast aftur í forsetastólinn. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira