Maðurinn virðist eiga eitthvað ósagt við gröfumanninn sem bregst við með því að sturta snjó yfir manninn. Myndbandið hefur nú birst á Twitter meðal annars.
Ekki er vitað hvað fór mannanna á milli en mbl.is greinir frá því að gröfumaðurinn hafi verið sendur í leyfi í kjölfar atviksins sem átti sér stað í kvöld.
Á myndbandinu, sem sent var upphaflega á Snapchat og má sjá í heild sinni hér að ofan, hefur textanum „Kóngurinn“ verið bætt við.