Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 10:30 Sveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit sameinuðust á síðasta ári. Vísir/Sigurjón Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Endanleg ákvörðun yrði svo tekin á næsta bæjarstjórnarfundi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir að næsti fundur hafi þá verið ákveðinn 26. janúar. Þó hafi þurft að boða til aukafundar bæjarstjórnar milli jóla og nýárs til að ræða samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í kjölfarið hækka útsvarsálagningu. Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 „Bæjarfulltrúar ákváðu að halda sig við fyrri ákvörðun og taka ákvörðun um nafnið í lok janúar, þrátt fyrir þennan aukafund. Þannig að ég geri ráð fyrir því að bæjarfulltrúar noti janúar til þess að ræða þessi mál og taki ákvörðun svo 26. janúar um nafnið, það er velji annað hvort þessara tveggja nafna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær,“ segir Jakob Björgvin. Örnefnanefnd skilaði tillögum sínum í haust þar sem umsögn var veitt um átta tillögur að beiðni bæjarstjórnar. Áður hafði bæjarstjórn óskað eftir tillögum frá íbúum og bárust þá 72 tillögur. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Umsögn örnefnanefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 8. desember síðastliðinn þar sem forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var svo vísað til næsta bæjarstjórnarfundar, 26. janúar. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Endanleg ákvörðun yrði svo tekin á næsta bæjarstjórnarfundi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir að næsti fundur hafi þá verið ákveðinn 26. janúar. Þó hafi þurft að boða til aukafundar bæjarstjórnar milli jóla og nýárs til að ræða samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í kjölfarið hækka útsvarsálagningu. Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 „Bæjarfulltrúar ákváðu að halda sig við fyrri ákvörðun og taka ákvörðun um nafnið í lok janúar, þrátt fyrir þennan aukafund. Þannig að ég geri ráð fyrir því að bæjarfulltrúar noti janúar til þess að ræða þessi mál og taki ákvörðun svo 26. janúar um nafnið, það er velji annað hvort þessara tveggja nafna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær,“ segir Jakob Björgvin. Örnefnanefnd skilaði tillögum sínum í haust þar sem umsögn var veitt um átta tillögur að beiðni bæjarstjórnar. Áður hafði bæjarstjórn óskað eftir tillögum frá íbúum og bárust þá 72 tillögur. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Umsögn örnefnanefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 8. desember síðastliðinn þar sem forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var svo vísað til næsta bæjarstjórnarfundar, 26. janúar.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?