Fyrsti Sunnlendingurinn loksins fæddur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2023 07:15 Fjölskyldan með fyrsta Sunnlending ársins 2023, stúlku, sem kom í heiminn 8. janúar. Fyrir eiga þau Elínu, sem fæddist í október 2019. Aðsend Fyrsta barnið, sem fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi á árinu 2023 kom í heiminn 8. janúar en það var stúlka og er hún því fyrsti Sunnlendingur þessa nýja árs. Hún var 53 cm og 17,5 merkur. Foreldrarnir eru þau Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun á Sogssvæði og Oddgeir Eiríksson, vélaverktaki í eigin rekstri hjá Strá ehf. Fyrir eiga þau Elínu, sem er fædd 19. október 2019. Fjölskyldan býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. “Við áttum nú frekar von á því að fólk hefði verið búið að drífa í þessu á undan okkur. Það var langt liðið á árið þann 8. janúar. Ein amma barnsins hafði þó alltaf sagt að þetta yrði fyrsta barn ársins á Suðurlandi þannig að hún hafði rétt fyrir sér,” segir Matthildur og hlær. Matthildur var sett 29. desember en stúlkan lét bíða eftir sér til 8. janúar. Hún er fyrsta barn ársins 2023, sem fæðist á Suðurlandi. Ánægð með þjónustu fæðingardeildar HSU Matthildur segir að hjónin hafi verið mjög ánægð með alla þá þjónustu, sem þau fengu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) og þjónustuna í mæðraverndinni á heilsugæslustöðinni í Laugarási í Bláskógabyggð. “Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir tók á móti stúlkunni á Selfossi en hún hafði einnig sinnt okkur í mæðravernd í Laugarási. Þjónustan var samfelld, fagleg og góð. Það var í raun tilviljun að Herborg væri á vaktinni þegar ég fór af stað því hún hafði verið í fríi einhverja daga á undan og höfðum við grínast með það að barnið kæmi ekki fyrr en Herborg væri komin aftur til vinnu. Við vorum mjög ánægð að hafa ljósmóður í fæðingunni sem ég þekkti vel og treysti. Einnig var til aðstoðar Gróa Sturludóttir ljósmóðir en hún hafði einmitt leyst Herborgu af í tvö skipti í mæðraverndinni og þekkti hún því einnig okkur foreldranna, sem var góð tilhugsun í fæðingunni,” segir Matthildur. Rakel Ásgeirsdóttir ljósmóðir sinnir nú heimaþjónustu fyrstu dagana eftir fæðingu eins og með fyrra barn þeirra hjóna. „Ljósmæðurnar hjá HSU eru allar svo yndislegar og gott að leita til þeirra til að fá aðstoð, stuðning og ráð,” bætir Matthildur við. 10 vatnsfæðingar 2022 Alls fæddust 56 börn á fæðingardeildinni á síðasta ári, 20 stúlkur og 36 drengir. Vatnsfæðingar voru 10. Þá voru 7 fæðingar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á nýliðnu ári og tvær fæðingar á Höfn í Hornafirði samkvæmt upplýsingum frá Björk Steindórsdóttur, yfirljósmóður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allt klárt til að fara heima af fæðingardeild HSU á Selfossi.Aðsend Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hún var 53 cm og 17,5 merkur. Foreldrarnir eru þau Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun á Sogssvæði og Oddgeir Eiríksson, vélaverktaki í eigin rekstri hjá Strá ehf. Fyrir eiga þau Elínu, sem er fædd 19. október 2019. Fjölskyldan býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. “Við áttum nú frekar von á því að fólk hefði verið búið að drífa í þessu á undan okkur. Það var langt liðið á árið þann 8. janúar. Ein amma barnsins hafði þó alltaf sagt að þetta yrði fyrsta barn ársins á Suðurlandi þannig að hún hafði rétt fyrir sér,” segir Matthildur og hlær. Matthildur var sett 29. desember en stúlkan lét bíða eftir sér til 8. janúar. Hún er fyrsta barn ársins 2023, sem fæðist á Suðurlandi. Ánægð með þjónustu fæðingardeildar HSU Matthildur segir að hjónin hafi verið mjög ánægð með alla þá þjónustu, sem þau fengu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) og þjónustuna í mæðraverndinni á heilsugæslustöðinni í Laugarási í Bláskógabyggð. “Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir tók á móti stúlkunni á Selfossi en hún hafði einnig sinnt okkur í mæðravernd í Laugarási. Þjónustan var samfelld, fagleg og góð. Það var í raun tilviljun að Herborg væri á vaktinni þegar ég fór af stað því hún hafði verið í fríi einhverja daga á undan og höfðum við grínast með það að barnið kæmi ekki fyrr en Herborg væri komin aftur til vinnu. Við vorum mjög ánægð að hafa ljósmóður í fæðingunni sem ég þekkti vel og treysti. Einnig var til aðstoðar Gróa Sturludóttir ljósmóðir en hún hafði einmitt leyst Herborgu af í tvö skipti í mæðraverndinni og þekkti hún því einnig okkur foreldranna, sem var góð tilhugsun í fæðingunni,” segir Matthildur. Rakel Ásgeirsdóttir ljósmóðir sinnir nú heimaþjónustu fyrstu dagana eftir fæðingu eins og með fyrra barn þeirra hjóna. „Ljósmæðurnar hjá HSU eru allar svo yndislegar og gott að leita til þeirra til að fá aðstoð, stuðning og ráð,” bætir Matthildur við. 10 vatnsfæðingar 2022 Alls fæddust 56 börn á fæðingardeildinni á síðasta ári, 20 stúlkur og 36 drengir. Vatnsfæðingar voru 10. Þá voru 7 fæðingar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á nýliðnu ári og tvær fæðingar á Höfn í Hornafirði samkvæmt upplýsingum frá Björk Steindórsdóttur, yfirljósmóður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allt klárt til að fara heima af fæðingardeild HSU á Selfossi.Aðsend
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira