Sonur Ronaldinho til reynslu hjá unglingaliði Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 23:00 Ronaldinho fagnar marki með Eið Smára Guðjohnsen í leik með Barcelona eftir að hafa átt stoðsendinguna á íslenska framherjann. Getty/Harry How/ Ronaldinho var tvisvar kosinn besti fótboltamaður í heimi sem leikmaður spænska stórliðsins Barcelona og nú reynir sonur hans að feta í fótspor hans. Joao Mendes, sautján ára sonur Ronaldinho, er nú á reynslu hjá nítján ára liði Barcelona. Hann er ekki kominn með samning enn þá en fær tíma til að sanna sig. ESPN hefur heimildir fyrir því að strákurinn sé kominn til Barcelona og með honum nokkrir fjölskyldumeðlimir. Ronaldinho's son is currently on trial with Barcelona's U19 team, a source has confirmed to @samuelmarsden and @moillorens pic.twitter.com/RihBfMHqaK— ESPN FC (@ESPNFC) January 12, 2023 Joao Mendes er fæddur árið 2005 og er eina barn Ronaldinho. Hann er með tvöfalt ríkisfang því hann á brasilíska foreldra en er fæddur á Spáni. Joao Mendes er örfættur framherji sem getur spilað alls staðar í fremstu víglínu. Frændi hans Roberto de Assis Moreira, sér um hans mál utan vallar en það gerði hann líka þegar Ronaldinho var að spila. Heimildarmaður ESPN talaði um þolinmæði og það væri engin pressa á að taka einhverja ákvörðun strax. Hann sagði að það tæki alltaf tíma að venjast aðstæðum eftir að hafa flutt frá Suður-Ameríku til Spánar. Ronaldinho spilaði í fimm ár með Barcelona frá 2003 til 2008. Hann vann Meistaradeildina á þeim tíma (2006) og tvo spænska meistaratitla (2005 og 2006). Ronaldinho var líka kosinn besti fótboltamaður heims af FIFA 2004 og 2005 og fékk Gullhnöttinn 2005. Eftir tíma sinn hjá Barcelona fór Ronaldinho til ítalska félagsins AC Milan. Barcelona are close to signing Ronaldinho's son! Joao Mendes de Assis Moreira, Ronaldinho's son, has terminated his contract with Brazilian club Cruzeiro, and is currently undergoing tests to join Barcelona s academy.People in Brazil say he is a "huge talent" pic.twitter.com/KYodLkaV38— SPORTbible (@sportbible) January 12, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Sjá meira
Joao Mendes, sautján ára sonur Ronaldinho, er nú á reynslu hjá nítján ára liði Barcelona. Hann er ekki kominn með samning enn þá en fær tíma til að sanna sig. ESPN hefur heimildir fyrir því að strákurinn sé kominn til Barcelona og með honum nokkrir fjölskyldumeðlimir. Ronaldinho's son is currently on trial with Barcelona's U19 team, a source has confirmed to @samuelmarsden and @moillorens pic.twitter.com/RihBfMHqaK— ESPN FC (@ESPNFC) January 12, 2023 Joao Mendes er fæddur árið 2005 og er eina barn Ronaldinho. Hann er með tvöfalt ríkisfang því hann á brasilíska foreldra en er fæddur á Spáni. Joao Mendes er örfættur framherji sem getur spilað alls staðar í fremstu víglínu. Frændi hans Roberto de Assis Moreira, sér um hans mál utan vallar en það gerði hann líka þegar Ronaldinho var að spila. Heimildarmaður ESPN talaði um þolinmæði og það væri engin pressa á að taka einhverja ákvörðun strax. Hann sagði að það tæki alltaf tíma að venjast aðstæðum eftir að hafa flutt frá Suður-Ameríku til Spánar. Ronaldinho spilaði í fimm ár með Barcelona frá 2003 til 2008. Hann vann Meistaradeildina á þeim tíma (2006) og tvo spænska meistaratitla (2005 og 2006). Ronaldinho var líka kosinn besti fótboltamaður heims af FIFA 2004 og 2005 og fékk Gullhnöttinn 2005. Eftir tíma sinn hjá Barcelona fór Ronaldinho til ítalska félagsins AC Milan. Barcelona are close to signing Ronaldinho's son! Joao Mendes de Assis Moreira, Ronaldinho's son, has terminated his contract with Brazilian club Cruzeiro, and is currently undergoing tests to join Barcelona s academy.People in Brazil say he is a "huge talent" pic.twitter.com/KYodLkaV38— SPORTbible (@sportbible) January 12, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Sjá meira