Tvær milljónir manna vildu miða á fyrsta leik Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 17:30 Það vilja mjög margir sjá Cristiano Ronaldo spila í Sádí Arabíu og hann gæti þar spilað á móti Lionel Messi. AP/Amr Nabil Cristiano Ronaldo mun spila fyrsta leikinn sinn á Arabíuskaganum þegar Al Nassr mætir franska félaginu Paris Saint Germain í vináttuleik í næstu viku. Það er óhætt að segja að það sé áhugi á leiknum í Sádí Arabíu. Ronaldo skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr um áramótin þar sem hann fær tíu milljarða íslenskra króna í árslaun. Over 2 million people requested tickets to witness Cristiano Ronaldo's first game in Saudi Arabia against PSG, sources have told ESPN pic.twitter.com/wLeIPoP57P— ESPN FC (@ESPNFC) January 12, 2023 Samningurinn var undirritaður fyrir áramót en Ronaldo hefur þegar misst af leikjum Al Nassr af því að hann þurfti að taka út leikbann síðan hann spilaði með Manchester United á Englandi. Ronaldo fékk bannið fyrir að slá síma úr hendi stuðningsmann á leið sinni til búningsklefa á leik á móti Everton á síðasta tímabili. Ronaldo missir líka af næsta leik Al Nassr sem er deildarleikur á móti Al Shabab á laugardaginn. Fyrsti leikur Ronaldo verður því þessi æfingarleikur við PSG 19. janúar næstkomandi. Þetta er ekki bara lið Al Nassr heldur úrvalslið frá Al Nassr og meistaraliði Al Hilal. Ronaldo's Saudi debut sees 2m online queue for tickets https://t.co/OgXOJXB6GX— Mark Ogden (@MarkOgden_) January 12, 2023 Það væri vissulega gaman að sjá hann mæta þar köppum eins og þeim Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar en ekki er víst hvort að þeir taki allir þátt í leiknum. ESPN segir frá því að tvær milljónir manna vildu frá miða á leikinn þegar netsalan hófst. Leikurinn við PSG fer fram á 68 þúsund manna leikvanginum sem er nefndur eftir Fahd kóngi og er í höfuðborginni Riyadh. Það seldist upp á leikinn á nokkrum mínútum. Tvær milljónir voru um tíma að bíða í röð á netinu eftir að geta keypt miða og áhuginn því rosalegur. Ronaldo og Messi hafa mæst 36 sinnum á ferlinum með félagið eða landsliði. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo ellefu. Messi hefur líka skorað 22 mörk á móti 21 frá Ronaldo. Þessi markatala um þó ekki breytast í opinberum göngum því leikurinn er titlaður sem vináttuleikur en ekki keppnisleikur. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Ronaldo skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr um áramótin þar sem hann fær tíu milljarða íslenskra króna í árslaun. Over 2 million people requested tickets to witness Cristiano Ronaldo's first game in Saudi Arabia against PSG, sources have told ESPN pic.twitter.com/wLeIPoP57P— ESPN FC (@ESPNFC) January 12, 2023 Samningurinn var undirritaður fyrir áramót en Ronaldo hefur þegar misst af leikjum Al Nassr af því að hann þurfti að taka út leikbann síðan hann spilaði með Manchester United á Englandi. Ronaldo fékk bannið fyrir að slá síma úr hendi stuðningsmann á leið sinni til búningsklefa á leik á móti Everton á síðasta tímabili. Ronaldo missir líka af næsta leik Al Nassr sem er deildarleikur á móti Al Shabab á laugardaginn. Fyrsti leikur Ronaldo verður því þessi æfingarleikur við PSG 19. janúar næstkomandi. Þetta er ekki bara lið Al Nassr heldur úrvalslið frá Al Nassr og meistaraliði Al Hilal. Ronaldo's Saudi debut sees 2m online queue for tickets https://t.co/OgXOJXB6GX— Mark Ogden (@MarkOgden_) January 12, 2023 Það væri vissulega gaman að sjá hann mæta þar köppum eins og þeim Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar en ekki er víst hvort að þeir taki allir þátt í leiknum. ESPN segir frá því að tvær milljónir manna vildu frá miða á leikinn þegar netsalan hófst. Leikurinn við PSG fer fram á 68 þúsund manna leikvanginum sem er nefndur eftir Fahd kóngi og er í höfuðborginni Riyadh. Það seldist upp á leikinn á nokkrum mínútum. Tvær milljónir voru um tíma að bíða í röð á netinu eftir að geta keypt miða og áhuginn því rosalegur. Ronaldo og Messi hafa mæst 36 sinnum á ferlinum með félagið eða landsliði. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo ellefu. Messi hefur líka skorað 22 mörk á móti 21 frá Ronaldo. Þessi markatala um þó ekki breytast í opinberum göngum því leikurinn er titlaður sem vináttuleikur en ekki keppnisleikur.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira