Woke fyrir heimilið Þórarinn Hjartarson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu. Það hefur lengi verið vitað að eldra fólk er á rangri skoðun. Þessu samfélagsmeini hefur verið leyft að grassera óáreitt um langa hríð. En ekki lengur. Forsætisráðherra mun í krafti fræðslu koma í veg fyrir að eldri opinberir starfsmenn geti spúð hatri og röngum skoðunum yfir samborgara sína. Tjáningarfrelsi er mikilvægt svo lengi sem það er innan samþykkts ramma stjórnvalda um hvað sé rétt skoðun. Líkt og Katrín nefnir „er auðvitað ekki nema eðlilegt að við gerum ríkar kröfur til fólks í slíkum stöðum, að þau séu meðvituð um þessi málefni.“ En er þetta nóg? Um 30% launþega eru opinberir starfsmenn. Sem þýðir að um 70% geti enn óáreittir haldið í rangar og ógeðfelldar skoðanir. Hvert á fólk sem hefur réttar skoðanir og verður vitni að hatursorðræðu inni á sínum heimilum að leita? Lögreglan er með öllu vanbúin til þess að takast á við þetta vegna aukinnar hryðjuverkaógnar sem er bein afleiðing af hatursorðræðu. Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga. Þannig væri hægt að ná til fólks bæði innan og utan heimilis. Enginn myndi vera á rangri skoðun og hatursorðræða yrði kveðin í kútinn á skyldunámskeiðum hins opinbera. Íslensk heimili eiga betra skilið en að einungis 30% landsmanna séu á réttri skoðun. Ég hélt að við værum komin lengra. Það er árið 2023. Gerum betur. Höfundur er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Stjórnsýsla Tjáningarfrelsi Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu. Það hefur lengi verið vitað að eldra fólk er á rangri skoðun. Þessu samfélagsmeini hefur verið leyft að grassera óáreitt um langa hríð. En ekki lengur. Forsætisráðherra mun í krafti fræðslu koma í veg fyrir að eldri opinberir starfsmenn geti spúð hatri og röngum skoðunum yfir samborgara sína. Tjáningarfrelsi er mikilvægt svo lengi sem það er innan samþykkts ramma stjórnvalda um hvað sé rétt skoðun. Líkt og Katrín nefnir „er auðvitað ekki nema eðlilegt að við gerum ríkar kröfur til fólks í slíkum stöðum, að þau séu meðvituð um þessi málefni.“ En er þetta nóg? Um 30% launþega eru opinberir starfsmenn. Sem þýðir að um 70% geti enn óáreittir haldið í rangar og ógeðfelldar skoðanir. Hvert á fólk sem hefur réttar skoðanir og verður vitni að hatursorðræðu inni á sínum heimilum að leita? Lögreglan er með öllu vanbúin til þess að takast á við þetta vegna aukinnar hryðjuverkaógnar sem er bein afleiðing af hatursorðræðu. Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga. Þannig væri hægt að ná til fólks bæði innan og utan heimilis. Enginn myndi vera á rangri skoðun og hatursorðræða yrði kveðin í kútinn á skyldunámskeiðum hins opinbera. Íslensk heimili eiga betra skilið en að einungis 30% landsmanna séu á réttri skoðun. Ég hélt að við værum komin lengra. Það er árið 2023. Gerum betur. Höfundur er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun