Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. janúar 2023 14:05 Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga og Jóhann Stefánsson, aðstoðarskólastjóri, sem tóku á móti viðurkenningunni frá Forseta Íslands. Með þeim á myndinni er líka Ásgerður Gylfadóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent í vikunni á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru veitt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Níu tilnefningar bárust um Menntaverðlaun Suðurlands og var það samdóma álit sérstakrar nefndar í kringum verðlaunin að þau skyldu fara til Tónlistarskóla Árnesinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri er að vonum ánægð. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Í rauninni erum við að taka við viðurkenningu fyrir hönd 40 starfsmanna og kennara skólans, þannig að það er það öfluga fólk og kennarar, sem í rauninni skapa þetta,“ segir Helga. „Við erum með mjög fjölbreytt starfsemi og allskonar tónlistarhald. Nemendur eru að koma fram mjög víða og við erum með litla tónleika, stóra tónleika, svæðaskipta tónleika, þematónleika, þannig að þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum,“ bætir Helga við. Skólinn stendur einnig fyrir öflugu menningarstarfi í Árnessýslu og leggur jafnframt mikla áherslu á að tengjast samfélaginu. Má í því sambandi nefna að kennarar heimsækja alla grunnskóla í sýslunni fimm sinnum á hverju vori til að kynna nemendum hin margvíslegustu hljóðfæri. En hvernig verður árið 2023? „Það verður örugglega mjög gott. Við erum náttúrulega komin út úr Covidinu og förum að geta verið núna með okkar starfsemi í eðlilegu horfi og næstu viðburður er Dagur tónlistarskólanna í byrjun febrúar þar sem við verðum með sex tónleika um alla Árnessýslu,“ segir Helga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti óskar hér Helgu til hamingju með Menntaverðlaun Suðurlands 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Tónlistarnám Skóla - og menntamál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent í vikunni á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru veitt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Níu tilnefningar bárust um Menntaverðlaun Suðurlands og var það samdóma álit sérstakrar nefndar í kringum verðlaunin að þau skyldu fara til Tónlistarskóla Árnesinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri er að vonum ánægð. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Í rauninni erum við að taka við viðurkenningu fyrir hönd 40 starfsmanna og kennara skólans, þannig að það er það öfluga fólk og kennarar, sem í rauninni skapa þetta,“ segir Helga. „Við erum með mjög fjölbreytt starfsemi og allskonar tónlistarhald. Nemendur eru að koma fram mjög víða og við erum með litla tónleika, stóra tónleika, svæðaskipta tónleika, þematónleika, þannig að þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum,“ bætir Helga við. Skólinn stendur einnig fyrir öflugu menningarstarfi í Árnessýslu og leggur jafnframt mikla áherslu á að tengjast samfélaginu. Má í því sambandi nefna að kennarar heimsækja alla grunnskóla í sýslunni fimm sinnum á hverju vori til að kynna nemendum hin margvíslegustu hljóðfæri. En hvernig verður árið 2023? „Það verður örugglega mjög gott. Við erum náttúrulega komin út úr Covidinu og förum að geta verið núna með okkar starfsemi í eðlilegu horfi og næstu viðburður er Dagur tónlistarskólanna í byrjun febrúar þar sem við verðum með sex tónleika um alla Árnessýslu,“ segir Helga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti óskar hér Helgu til hamingju með Menntaverðlaun Suðurlands 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Tónlistarnám Skóla - og menntamál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira