Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. janúar 2023 14:07 Óskar Hallgrímsson. Bylgjan Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar. Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira