Lengi hefur verið beðið eftir slíkri höll sem uppfyllir nútíma staðla og í dag á að skýrast með staðsetningu, stærð og fleira varðandi höllina langþráðu.
Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Við heyrum í formanni BHM.
Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað.