„Mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. janúar 2023 13:01 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum. Viðbragðsteymið sem heilbrigðisráðherra skipaði lagði alls fram 39 tillögur að umbótum og er þeim ætlað að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir tillögurnar líta vel út. „Þetta eru umfangsmiklar tillögur verð ég að segja og mér finnst þetta stórt skref í þá átt að koma betra skipulagi á bráðaþjónustuna, bæði hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landinu í rauninni. Það er löngu tímabært því að þörfin hefur farið mjög vaxandi,“ segir Runólfur. Nauðsynlegt sé að styðja vel við landsbyggðina og bráðaþjónustu þar. Eitt skref gæti verið að efla fjarþjónustu, til að mynda með tilkomu fjarskiptalæknis líkt og teymið lagði til. Þá þurfi að efla mönnun en takmarkaður mannafli sé til staðar þar og oft lítt reyndir einstaklingar sem sinna þjónustunni. „Við verðum að hafa fólk sem að býr yfir nægilegri reynslu til að geta tekist á við oft og tíðum mjög erfið viðfangsefni sem geta komið upp mjög skyndilega. Við þurfum að finna leiðir til þess,“ segir Runólfur. Hagur vænkist þegar holskefla veirusýkinga rennur sitt skeið Hvað Landspítala varði hafi staðan á bráðamóttöku verið þung, enda viðfangsefnin mörg, og margir þurft að leggjast inn. Landspítalinn hafi verið að grípa til ráðstafana til að bregðast við miklum flæðisvanda sjúklinga. „Í samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem að búa yfir hjúkrunarrýmum, þá höfum við getað komið fleiri einstaklingum frá spítalanum sem hafa lokið meðferð. Þannig sú staða hefur skánað, sem betur fer út af því að annars værum við í enn erfiðari stöðu heldur en raun ber vitni og nógu erfið hefur hún verið samt,“ segir Runólfur. „Þannig ég vona að þessi holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið og þá vænkist hagurinn,“ segir hann enn fremur. Mönnunin sé þó slæm og verði áfram helsta áskorunin. „Við erum með stór verkefni í gangi sem snúa að þessum mönnunarvanda og hann verður viðvarandi áfram, það er óhjákvæmilegt. En svo leitum við allra leiða til að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga en líka lækna á sumum sviðum. Það er gríðarlega brýnt og krefjandi verkefni en mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum,“ segir Runólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Viðbragðsteymið sem heilbrigðisráðherra skipaði lagði alls fram 39 tillögur að umbótum og er þeim ætlað að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir tillögurnar líta vel út. „Þetta eru umfangsmiklar tillögur verð ég að segja og mér finnst þetta stórt skref í þá átt að koma betra skipulagi á bráðaþjónustuna, bæði hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landinu í rauninni. Það er löngu tímabært því að þörfin hefur farið mjög vaxandi,“ segir Runólfur. Nauðsynlegt sé að styðja vel við landsbyggðina og bráðaþjónustu þar. Eitt skref gæti verið að efla fjarþjónustu, til að mynda með tilkomu fjarskiptalæknis líkt og teymið lagði til. Þá þurfi að efla mönnun en takmarkaður mannafli sé til staðar þar og oft lítt reyndir einstaklingar sem sinna þjónustunni. „Við verðum að hafa fólk sem að býr yfir nægilegri reynslu til að geta tekist á við oft og tíðum mjög erfið viðfangsefni sem geta komið upp mjög skyndilega. Við þurfum að finna leiðir til þess,“ segir Runólfur. Hagur vænkist þegar holskefla veirusýkinga rennur sitt skeið Hvað Landspítala varði hafi staðan á bráðamóttöku verið þung, enda viðfangsefnin mörg, og margir þurft að leggjast inn. Landspítalinn hafi verið að grípa til ráðstafana til að bregðast við miklum flæðisvanda sjúklinga. „Í samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem að búa yfir hjúkrunarrýmum, þá höfum við getað komið fleiri einstaklingum frá spítalanum sem hafa lokið meðferð. Þannig sú staða hefur skánað, sem betur fer út af því að annars værum við í enn erfiðari stöðu heldur en raun ber vitni og nógu erfið hefur hún verið samt,“ segir Runólfur. „Þannig ég vona að þessi holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið og þá vænkist hagurinn,“ segir hann enn fremur. Mönnunin sé þó slæm og verði áfram helsta áskorunin. „Við erum með stór verkefni í gangi sem snúa að þessum mönnunarvanda og hann verður viðvarandi áfram, það er óhjákvæmilegt. En svo leitum við allra leiða til að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga en líka lækna á sumum sviðum. Það er gríðarlega brýnt og krefjandi verkefni en mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum,“ segir Runólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44
Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42