Frumvarpið sem lagt var fram af skotum var sagt ætlað til þess að einfalda of flókið og þungbært kynskráningarferli.
Þetta er í fyrsta sinn sem breska þingið beitir þessari heimild sinni og kemur beiting hennar í veg fyrir að frumvarpið geti orðið að lögum. Þá eru ráðherrar í Englandi sagðir hafa áhyggjur af því að frumvarpið gæti haft of mikil áhrif á jafnréttislög Bretlands í heild sinni.
BBC hefur eftir æðsta ráðherra Skota, Nicolu Sturgeon að notkun neitunarvaldsins væri hrein og bein árás á skoska þingið en þingheimur þar í landi myndi mótmæla beitingu valdsins.
Einnig er greint frá því að ráðherra Skota í bresku ríkisstjórninni, Alister Jack hafi þótt of mikill möguleiki á ruglingi og veseni ef tvö kynskráningarkerfi fengju að vera við lýði í landinu samtímis.
Þá hafi hann lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirra breytinga sem lögin gætu haft í för með sér á leyfi til þess að reka kynjaskipt félög og skóla og jöfn laun kynjanna.