Ólöglegar kökur Þorsteinn Guðmundsson skrifar 17. janúar 2023 13:01 Flestir sem fara um internetið kannast við fyrirbæri sem kallaðar eru vafrakökur. Kökur þessar gera eigendum vefsíðna kleift að fylgjast með hegðun okkar á vefsíðunni og afla þannig gagna sem nýtast í viðskiptum þeirra en þær geta líka nýst þriðju aðilum eins og samfélagsmiðlum. Til einföldunar má skipta vafrakökum í tvo flokka, nauðsynlegar og ónauðsynlegar. Nauðsynlegar kökur muna t.d. eftir því hvað við setjum í körfuna í vefverslun en þær ónauðsynlegu safna t.d. gögnum um staðsetningu notenda og rekja ferðir þeirra um netið í þeim tilgangi að birta þeim viðeigandi auglýsingar. Öflun upplýsinga með vafrakökum telst vera vinnsla persónuupplýsinga og er notkun þeirra einungis heimil á grundvelli samþykkis notenda. Þó með þeirri undantekningu að notkun nauðsynlegra vafrakaka er almennt heimil án samþykkis. Hvað þarf að hafa í huga þegar notast á við vafrakökur? Á árinu 2020 gaf franska Persónuverndarstofnunin út leiðbeiningar um notkun vafrakaka sem meðal annars eru byggðar á niðurstöðum Evrópudómstólsins í máli netverslunarfyrirtækis gegn neytendasamtökum í Þýskalandi, þar sem tekist var á um notkun á vafrakökum fyrir tilstilli „Like“ hnapps frá Facebook á vefsíðu fyrirtækisins. Hér verður stiklað á stóru um það sem fram kemur í leiðbeiningunum. Eigandi vefsíðu sem ætlar að notast við vafrakökur þarf að upplýsa um það með áberandi hætti. Það þarf enn fremur að upplýsa m.a. um hvaða tegund kaka notast er við, tilganginn með þeim og hver ábyrgðaraðili vinnslunnar er. Venjan er að þetta sé gert með vafrakökuborða og vafrakökustefnu. Eins og áður hefur komið fram þarf að afla samþykkis viðskiptavinar eða síðunotenda fyrir notkun ónauðsynlegra vafrakaka. Samþykki þetta verður að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga sem þýðir að það þarf að vera upplýst og gefið af fúsum og frjálsum vilja. Þetta leiðir einnig til þess að ekki er hægt að byggja á ætluðu samþykki eða aðgerðarleysi notendans. Setningar eins og „… með því að nota vefinn samþykkir þú notkun á vafrakökum.“ eru því algerlega gagnslausar og teljast ekki lögmætur grundvöllur til notkunar á vafrakökum. Með öðrum orðum þá telst vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum, sem byggir á ætluðu samþykki, vera ólögleg. Jafn mikilvægt og að afla samþykkis fyrir vafrakökum er að veita möguleikann á því að hafna þeim. Vafrakökuborði ætti því að vera útbúinn bæði með hnappi til að samþykkja og hnappi til að hafna kökum. Þá þarf að gera notendum auðvelt fyrir að draga samþykki sitt til baka hvenær sem þeir kjósa að gera svo. Að lokum skal lögð áhersla á að gætt sé að því að engar vafrakökur myndist áður en samþykkis hefur verið aflað, því eins og áður sagði er slík notkun á vafrakökum ólögleg. Hver er staðan á íslenskum vefsíðum? Ef litið er til íslenskra vefsíðna og mið tekið af fyrrgreindum leiðbeiningum frönsku persónuverndarstofnunarinnar þá lítur út fyrir að meirihluti íslenskra fyrirtækja sem notast við vafrakökur á sínum vefsíðum geri það ekki samkvæmt lögum. Þannig er nokkuð algengt að sjá vefsíðueigendur notast við ætlað samþykki, eins og lýst er hér að ofan, og mjög algengt að ekki sé gefinn kostur á því að hafna vafrakökum. Ennfremur er nokkuð um það að notenda ekki sé tilkynnt um notkun á vafrakökum. Öll þessi atriði leiða að öllu jöfnu til þess að viðkomandi vefsíðueigandi telst ekki hafa heimild til að nota ónauðsynlegar vafrakökur. Undirritaður hefur áður fjallað um það á þessum vettvangi hvað sé í húfi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila ef ekki er farið að persónuverndarlögum. Rétt er því að hvetja eigendur vefsíðna til að ganga úr skugga um að vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum sé samkvæmt lögum. Að öðrum kosti getur sinnuleysi í þessum málum leitt til þess að viðkomandi teljist stunda ólöglega vinnslu persónuupplýsinga og það verður að teljast meiriháttar brot á persónuverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem persónuverndarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flestir sem fara um internetið kannast við fyrirbæri sem kallaðar eru vafrakökur. Kökur þessar gera eigendum vefsíðna kleift að fylgjast með hegðun okkar á vefsíðunni og afla þannig gagna sem nýtast í viðskiptum þeirra en þær geta líka nýst þriðju aðilum eins og samfélagsmiðlum. Til einföldunar má skipta vafrakökum í tvo flokka, nauðsynlegar og ónauðsynlegar. Nauðsynlegar kökur muna t.d. eftir því hvað við setjum í körfuna í vefverslun en þær ónauðsynlegu safna t.d. gögnum um staðsetningu notenda og rekja ferðir þeirra um netið í þeim tilgangi að birta þeim viðeigandi auglýsingar. Öflun upplýsinga með vafrakökum telst vera vinnsla persónuupplýsinga og er notkun þeirra einungis heimil á grundvelli samþykkis notenda. Þó með þeirri undantekningu að notkun nauðsynlegra vafrakaka er almennt heimil án samþykkis. Hvað þarf að hafa í huga þegar notast á við vafrakökur? Á árinu 2020 gaf franska Persónuverndarstofnunin út leiðbeiningar um notkun vafrakaka sem meðal annars eru byggðar á niðurstöðum Evrópudómstólsins í máli netverslunarfyrirtækis gegn neytendasamtökum í Þýskalandi, þar sem tekist var á um notkun á vafrakökum fyrir tilstilli „Like“ hnapps frá Facebook á vefsíðu fyrirtækisins. Hér verður stiklað á stóru um það sem fram kemur í leiðbeiningunum. Eigandi vefsíðu sem ætlar að notast við vafrakökur þarf að upplýsa um það með áberandi hætti. Það þarf enn fremur að upplýsa m.a. um hvaða tegund kaka notast er við, tilganginn með þeim og hver ábyrgðaraðili vinnslunnar er. Venjan er að þetta sé gert með vafrakökuborða og vafrakökustefnu. Eins og áður hefur komið fram þarf að afla samþykkis viðskiptavinar eða síðunotenda fyrir notkun ónauðsynlegra vafrakaka. Samþykki þetta verður að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga sem þýðir að það þarf að vera upplýst og gefið af fúsum og frjálsum vilja. Þetta leiðir einnig til þess að ekki er hægt að byggja á ætluðu samþykki eða aðgerðarleysi notendans. Setningar eins og „… með því að nota vefinn samþykkir þú notkun á vafrakökum.“ eru því algerlega gagnslausar og teljast ekki lögmætur grundvöllur til notkunar á vafrakökum. Með öðrum orðum þá telst vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum, sem byggir á ætluðu samþykki, vera ólögleg. Jafn mikilvægt og að afla samþykkis fyrir vafrakökum er að veita möguleikann á því að hafna þeim. Vafrakökuborði ætti því að vera útbúinn bæði með hnappi til að samþykkja og hnappi til að hafna kökum. Þá þarf að gera notendum auðvelt fyrir að draga samþykki sitt til baka hvenær sem þeir kjósa að gera svo. Að lokum skal lögð áhersla á að gætt sé að því að engar vafrakökur myndist áður en samþykkis hefur verið aflað, því eins og áður sagði er slík notkun á vafrakökum ólögleg. Hver er staðan á íslenskum vefsíðum? Ef litið er til íslenskra vefsíðna og mið tekið af fyrrgreindum leiðbeiningum frönsku persónuverndarstofnunarinnar þá lítur út fyrir að meirihluti íslenskra fyrirtækja sem notast við vafrakökur á sínum vefsíðum geri það ekki samkvæmt lögum. Þannig er nokkuð algengt að sjá vefsíðueigendur notast við ætlað samþykki, eins og lýst er hér að ofan, og mjög algengt að ekki sé gefinn kostur á því að hafna vafrakökum. Ennfremur er nokkuð um það að notenda ekki sé tilkynnt um notkun á vafrakökum. Öll þessi atriði leiða að öllu jöfnu til þess að viðkomandi vefsíðueigandi telst ekki hafa heimild til að nota ónauðsynlegar vafrakökur. Undirritaður hefur áður fjallað um það á þessum vettvangi hvað sé í húfi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila ef ekki er farið að persónuverndarlögum. Rétt er því að hvetja eigendur vefsíðna til að ganga úr skugga um að vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum sé samkvæmt lögum. Að öðrum kosti getur sinnuleysi í þessum málum leitt til þess að viðkomandi teljist stunda ólöglega vinnslu persónuupplýsinga og það verður að teljast meiriháttar brot á persónuverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem persónuverndarráðgjafi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun