Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 14:14 Flugvélin brotlenti í gili og á enn eftir að finna lík tveggja sem voru þar um borð. AP/Yunish Gurung Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum. Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum.
Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28
Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39