Eruð þið spennt? Jón Freyr Gíslason skrifar 21. janúar 2023 21:18 Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun