Hugleiðing um (gervihnatta)jól Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar 22. janúar 2023 07:00 Nú fer að líða á seinni hluta janúarmánaðar sem skartar alls fimm mánudögum í ár og því hef ég haft drjúgan tíma til að melta blessuð jólin sem mér finnst gjarnan einkennast af of mikilli streitu fremur en gleði og ró. Gervihnattaöld Það er að sjálfsögðu nóg að útrétta í aðdraganda jóla og það getur verið erfitt samfara því að sinna mörgum hlutverkum í einu, eins og svo margir gera nú til dags. Algengt er að báðir foreldrar starfi úti og sumir eru í námi, jafnvel samhliða vinnu. Þá færist það sífellt í aukana að fólk sé í langvarandi veikindaleyfi eða endurhæfingu. Á móti fá fæstir, ef einhverjir, inn ný stöðugildi í fyrirtækið Heimili til þess að sinna þar nauðsynlegum störfum og börnum. Í dag höfum við einnig reynslu og rannsóknir sem gefa til kynna hvað er börnunum okkar fyrir bestu og því leggjum við kapp á að þau mæti í frístundir, oft með tímafrekum akstri og eflum tengslanetið þeirra með tilheyrandi samskiptum við önnur börn og foreldra þeirra í gegnum snjalltæki. Við fylgjumst með smáforritunum sem fylgja leikskóla, skóla og frístundum þar sem skráðar eru upplýsingar er varða barnið og framvindu þess. Þá uppfræðum við okkur í gegnum samfélagsmiðla og lesum greinar. Ekki má gleyma matnum sem við setjum ofan í þau en sá þarf helst að vera næringarríkur, sykurlítill, án aukaefna, fljótlegur og hagkvæmur. Og auðvitað - umhverfisvænn, í umhverfisvænum pakkningum. Aukin áhersla hefur verið lögð á okkar eigin tómstundir og heilsurækt og því rembumst við mörg hver við að koma því fyrir í sólarhringnum líka. Sólarhring sem spannar þó enn einungis 24 klst. og innifalið í þeim er blessaður svefninn sem helst þarf að vera að lágmarki 8 klst. Kröfurnar geta vissulega verið margar í nútímasamfélagi og þó svo margar þeirra séu góðar og gildar þá getur reynst erfitt að mæta þeim öllum. Já, tíminn er af ansi skornum skammti hjá mörgum vegna ofantalinna skylduverkefna sem bætast svo ofan á önnur verkefni á aðventunni. Þörfin fyrir að gera jólin eftirminnileg fyrir fjölskylduna er sterk og við reynum að gera okkar besta til að stundin verði sem ljúfust en um leið erum við föst í þessu öngþveiti hversdagsleikans. Þá er framboðið af alls kyns vörum og þjónustu æði mikið í desember og þó svo að það geti vissulega létt undir með okkur þá virðast kröfurnar einfaldlega aukast í takt. Þessa verður t.d. vart við á afsláttardögum sem við gætum nýtt okkur til sparnaðar en margir koma út á sléttu eða jafnvel í eins konar mínus þar sem við bætum einfaldlega eins og einni gjöf við í staðinn. Ég er venjulega með fögur fyrirheit, ætla að einfalda allt til muna og minnka streitu en flækist svo í alræmdu jólaálagi. Í samskiptum við eldri kynslóðina á hjúkrunarheimilum þá er man fljótur að finna fyrir muninum á hraðanum þar og úti í samfélaginu. Stundum heyri ég því fleygt fram að svona hafi þetta ekki verið í gamla daga en var virkilega auðveldara að halda jól hérna áður fyrr? Gömlu dagarnir „Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til.“ orti Jóhannes úr Kötlum en vísuna er m.a. að finna í bókinni Jólin koma sem fyrst kom út árið 1932 og innihélt fleiri kvæði fyrir börn. Í þessum kvæðum, heimildum um jólahátíðina og samtölum við fólk sem fæddist á fyrri hluta 20. aldar má fræðast um jólahátíðina miklu. Þar virðist lífið þvert á móti hafa verið auðveldara. Á aðventunni var allt þrifið rækilega en sú jólahreingerning gat verið strembin þar sem fólk hafði ekki sama aðgang að tækjum og tólum ásamt hreinsiefnum og vatni, líkt og við höfum í dag. Þannig voru trégólf yfirleitt sandskúruð á hnjánum, málmhlutir þrifnir með ösku og þegar kom að því að baða sig þá þurfti að hita vatnið á hlóðum og setja í bala. Föt og rúmföt voru þrifin í höndunum og þá gat fólk þurft að bíða eftir fátæktarþerranum svokallaða því ekki áttu allir eitthvað til skiptanna. Allur fatnaður var unninn heima og mikil vinna fór í að klára alla tóvinnu og prjóna nýjar spjarir á heimilisfólkið því enginn mátti jú fara í sjálfan jólaköttinn. Og þegar við fengum greiðan aðgang að hráefnum þótti okkur ljúft og skylt að baka margar sortir af smákökum ásamt glæsilegum tertum, enda ekki hægt að nálgast tilbúnar kræsingar í verslunum. Nú tel ég bara upp nokkur dæmi en jólahald í gamla daga gat kostað mikla vinnu og tíma. Leiðarljós liðinna jóla Nei, það var nefnilega ekkert einfalt við að halda jólin hér áður fyrr. Hitt er annað mál að í þessum gömlu heimildum virðist leiðarljós jólahátíðarinnar vera skýrara. Í bókinni Jólaminningar sem Jón Ragnarsson tók saman má lesa ófá skrifin um barnslega eftirvæntingu eftir jólum. Líkt og téð kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum fjölluðu einnig um. Í grein sinni sem birtist í Kvennablaðinu árið 1912 fjallar Bríet Bjarnhéðinsdóttir að auki um hvernig jólin eigi það til að leiða fram það besta í okkur þegar þau fá að njóta sín. Hún segir jólin gera fólk kærleiksríkara og viljugra til að gleðja og græða sár hvors annars. Þá eru skrif Þórunnar Richardsdóttur vel þekkt en þar segir hún heiminn loga í heift og hatri, fjandskap og vígaferlum en „þó mörg og stór sé mannleg synd, miklu stærri sé náðin“. Þessi orð birtust upprunalega í Kirkjuritinu árið 1940 en gætu allt eins verið frá deginum í dag og eru ákveðin áminning um hvað skiptir mestu máli - og eru jafnvel leiðarvísir fyrir sum okkar. Þarf nokkuð að flækja þetta frekar? Ef marka má ofangreinda merka Íslendinga snýst jólahátíðin að mestu, ef man leyfist að draga saman, um gleði barnanna, kærleikann sem við sýnum hvert öðru og litlu hlutina sem endurspegla hefðirnar okkar en Karl Sigurbjörnsson fyrrum biskup hefur lýst því hvernig lykt af hangikjöti eða eplum sé nóg til að minna hann á jólin. Eitthvað flækist þetta þó fyrir okkur, eins og jólagjafirnar. Almenningur fór ekki að gefa jólagjafir hér á landi fyrr en á seinni hluta 19. aldar, ólíkt sumargjöfunum sem eiga sögu að rekja allt aftur til 16. aldar. Jólagjafirnar voru vissulega fábreyttari til að byrja með, t.d. testament og kerti. Þær hafa hins vegar breyst töluvert á tiltölulega stuttum tíma og okkur hættir til að kaupa sífellt fleiri, stærri og dýrari pakka. Og hvað með jólaandann? Það er vandlifað því oft er það svo að með verkefnum og skyldum eins og t.d. með því að baka fyrir jólin kemst fólk í tíðrætt jólaskap. Ég man eftir að hafa lesið skrif eftir Friðrik Ómar Hjörleifsson en eitt árið ákvað hann að sleppa öllu tónleikahaldi til að geta einbeitt sér að jólaandanum sem fól m.a. í sér jólakortaskrif til hans nánustu á notalegu kaffihúsi. Það hljómar vel, ekki satt? Hann sagði jólaandann þó aldrei almennilega hafa komið yfir sig og jólakortin lágu þegjandi óskrifuð. Þá uppgötvaði hann að jólin koma til hans með því að flytja hátíðartónlist til þeirra sem á hlýða. Og við vitum að jólin fela í sér hefðir og minningar eða eins og Bragi Valdimarsson orti í laginu Jólin eru okkar: „Jólin eru kertaljós og knús kanilangan, pikarkökuhús. Jólin eru minningin um það sem einhvern tímann fann sinn hjartastað og settist að.“ Þess vegna er lausnin ekki endilega að fækka öllum verkefnum og leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft en líkt og Karl Sigurbjörnsson sagði: „Við viljum nýta það besta úr minningunum um það sem var, til að skapa þá framtíð sem við þráum.“ Og þess vegna á orðatiltækið „því minna því betra“ ekki endilega við hér. Kjarninn – veganesti til næstu jóla Að loknum hugleiðingum má mér vera ljóst að það er ekki til ein lausn fyrir öll. Ég tel okkur þó þurfa að koma auga á kjarnann í þessum gömlu góðu jólum á ný. Þann kjarna sem hugnast okkur best og við getum sniðið að okkar þörfum. Til þess að finna hann þurfum við að spyrja okkur spurninga eins og: Hvað er það sem raunverulega gleður börnin? Eru það viðamiklar skreytingar sem þreyttir foreldrar hafa glímt við að setja upp eftir að hafa þrifið húsið hátt og lágt? Eða er það frekar samveran og samvinnan við að setja seríu í gluggann þeirra? Hvernig breiðum við út kærleika? Er það með því að kaupa fjölda stórra gjafa sem mörg okkar hafa raunverulega ekki efni á? Eða er það einfaldlega einlægt spjall yfir kaffibolla? Hvaða hefðir eigum við, hverjar þeirra skipta okkur mestu máli í minningunni og hvaða hefðir viljum við halda áfram með? Getum við fækkað þeim og máske einfaldað en samt átt innihaldsrík jól? Og getum við búið okkur til nýja siði sem henta betur okkar fjölskyldulífi? Þegar við höfum velt þessum spurningum fyrir okkur þá getum við haft til hliðsjónar allar þær munaðarlausnir sem við erum svo blessuð að geta nýtt okkur í dag og fléttað þær saman við þennan kjarna - án þess að auka kröfurnar. Og nákvæmlega þannig tel ég að við getum átt okkar gleðilegustu jól. Höfundur er móðir, tónlistarkona og deildarstjóri iðjuþjálfunar á hjúkrunarheimili. Heimildir: Árni Björnsson. (1993). Saga daganna. Mál og menning. Árni Björnsson. (2006). Saga jólanna. Tindur. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. (1912). Hvílíkur ótæmandi fögnuður. Kvennablaðið, 18(12), 90. Jóhannes úr Kötlum. (2018). Jólin koma. Mál og menning. Karl Sigurbjörnsson. (2009). Jólin eru okkur nauðsynleg. Í Jón Ragnarsson (ritstjóri), Jólaminningar: Hátíð ljóssins í huga Íslendinga (bls. 115-123). Bókafélagið Ugla. Þórunn Richardsdóttir. (1940). Gjafirnar undir koddanum. Kirkjuritið, 6(9), 325-329. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Sjá meira
Nú fer að líða á seinni hluta janúarmánaðar sem skartar alls fimm mánudögum í ár og því hef ég haft drjúgan tíma til að melta blessuð jólin sem mér finnst gjarnan einkennast af of mikilli streitu fremur en gleði og ró. Gervihnattaöld Það er að sjálfsögðu nóg að útrétta í aðdraganda jóla og það getur verið erfitt samfara því að sinna mörgum hlutverkum í einu, eins og svo margir gera nú til dags. Algengt er að báðir foreldrar starfi úti og sumir eru í námi, jafnvel samhliða vinnu. Þá færist það sífellt í aukana að fólk sé í langvarandi veikindaleyfi eða endurhæfingu. Á móti fá fæstir, ef einhverjir, inn ný stöðugildi í fyrirtækið Heimili til þess að sinna þar nauðsynlegum störfum og börnum. Í dag höfum við einnig reynslu og rannsóknir sem gefa til kynna hvað er börnunum okkar fyrir bestu og því leggjum við kapp á að þau mæti í frístundir, oft með tímafrekum akstri og eflum tengslanetið þeirra með tilheyrandi samskiptum við önnur börn og foreldra þeirra í gegnum snjalltæki. Við fylgjumst með smáforritunum sem fylgja leikskóla, skóla og frístundum þar sem skráðar eru upplýsingar er varða barnið og framvindu þess. Þá uppfræðum við okkur í gegnum samfélagsmiðla og lesum greinar. Ekki má gleyma matnum sem við setjum ofan í þau en sá þarf helst að vera næringarríkur, sykurlítill, án aukaefna, fljótlegur og hagkvæmur. Og auðvitað - umhverfisvænn, í umhverfisvænum pakkningum. Aukin áhersla hefur verið lögð á okkar eigin tómstundir og heilsurækt og því rembumst við mörg hver við að koma því fyrir í sólarhringnum líka. Sólarhring sem spannar þó enn einungis 24 klst. og innifalið í þeim er blessaður svefninn sem helst þarf að vera að lágmarki 8 klst. Kröfurnar geta vissulega verið margar í nútímasamfélagi og þó svo margar þeirra séu góðar og gildar þá getur reynst erfitt að mæta þeim öllum. Já, tíminn er af ansi skornum skammti hjá mörgum vegna ofantalinna skylduverkefna sem bætast svo ofan á önnur verkefni á aðventunni. Þörfin fyrir að gera jólin eftirminnileg fyrir fjölskylduna er sterk og við reynum að gera okkar besta til að stundin verði sem ljúfust en um leið erum við föst í þessu öngþveiti hversdagsleikans. Þá er framboðið af alls kyns vörum og þjónustu æði mikið í desember og þó svo að það geti vissulega létt undir með okkur þá virðast kröfurnar einfaldlega aukast í takt. Þessa verður t.d. vart við á afsláttardögum sem við gætum nýtt okkur til sparnaðar en margir koma út á sléttu eða jafnvel í eins konar mínus þar sem við bætum einfaldlega eins og einni gjöf við í staðinn. Ég er venjulega með fögur fyrirheit, ætla að einfalda allt til muna og minnka streitu en flækist svo í alræmdu jólaálagi. Í samskiptum við eldri kynslóðina á hjúkrunarheimilum þá er man fljótur að finna fyrir muninum á hraðanum þar og úti í samfélaginu. Stundum heyri ég því fleygt fram að svona hafi þetta ekki verið í gamla daga en var virkilega auðveldara að halda jól hérna áður fyrr? Gömlu dagarnir „Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til.“ orti Jóhannes úr Kötlum en vísuna er m.a. að finna í bókinni Jólin koma sem fyrst kom út árið 1932 og innihélt fleiri kvæði fyrir börn. Í þessum kvæðum, heimildum um jólahátíðina og samtölum við fólk sem fæddist á fyrri hluta 20. aldar má fræðast um jólahátíðina miklu. Þar virðist lífið þvert á móti hafa verið auðveldara. Á aðventunni var allt þrifið rækilega en sú jólahreingerning gat verið strembin þar sem fólk hafði ekki sama aðgang að tækjum og tólum ásamt hreinsiefnum og vatni, líkt og við höfum í dag. Þannig voru trégólf yfirleitt sandskúruð á hnjánum, málmhlutir þrifnir með ösku og þegar kom að því að baða sig þá þurfti að hita vatnið á hlóðum og setja í bala. Föt og rúmföt voru þrifin í höndunum og þá gat fólk þurft að bíða eftir fátæktarþerranum svokallaða því ekki áttu allir eitthvað til skiptanna. Allur fatnaður var unninn heima og mikil vinna fór í að klára alla tóvinnu og prjóna nýjar spjarir á heimilisfólkið því enginn mátti jú fara í sjálfan jólaköttinn. Og þegar við fengum greiðan aðgang að hráefnum þótti okkur ljúft og skylt að baka margar sortir af smákökum ásamt glæsilegum tertum, enda ekki hægt að nálgast tilbúnar kræsingar í verslunum. Nú tel ég bara upp nokkur dæmi en jólahald í gamla daga gat kostað mikla vinnu og tíma. Leiðarljós liðinna jóla Nei, það var nefnilega ekkert einfalt við að halda jólin hér áður fyrr. Hitt er annað mál að í þessum gömlu heimildum virðist leiðarljós jólahátíðarinnar vera skýrara. Í bókinni Jólaminningar sem Jón Ragnarsson tók saman má lesa ófá skrifin um barnslega eftirvæntingu eftir jólum. Líkt og téð kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum fjölluðu einnig um. Í grein sinni sem birtist í Kvennablaðinu árið 1912 fjallar Bríet Bjarnhéðinsdóttir að auki um hvernig jólin eigi það til að leiða fram það besta í okkur þegar þau fá að njóta sín. Hún segir jólin gera fólk kærleiksríkara og viljugra til að gleðja og græða sár hvors annars. Þá eru skrif Þórunnar Richardsdóttur vel þekkt en þar segir hún heiminn loga í heift og hatri, fjandskap og vígaferlum en „þó mörg og stór sé mannleg synd, miklu stærri sé náðin“. Þessi orð birtust upprunalega í Kirkjuritinu árið 1940 en gætu allt eins verið frá deginum í dag og eru ákveðin áminning um hvað skiptir mestu máli - og eru jafnvel leiðarvísir fyrir sum okkar. Þarf nokkuð að flækja þetta frekar? Ef marka má ofangreinda merka Íslendinga snýst jólahátíðin að mestu, ef man leyfist að draga saman, um gleði barnanna, kærleikann sem við sýnum hvert öðru og litlu hlutina sem endurspegla hefðirnar okkar en Karl Sigurbjörnsson fyrrum biskup hefur lýst því hvernig lykt af hangikjöti eða eplum sé nóg til að minna hann á jólin. Eitthvað flækist þetta þó fyrir okkur, eins og jólagjafirnar. Almenningur fór ekki að gefa jólagjafir hér á landi fyrr en á seinni hluta 19. aldar, ólíkt sumargjöfunum sem eiga sögu að rekja allt aftur til 16. aldar. Jólagjafirnar voru vissulega fábreyttari til að byrja með, t.d. testament og kerti. Þær hafa hins vegar breyst töluvert á tiltölulega stuttum tíma og okkur hættir til að kaupa sífellt fleiri, stærri og dýrari pakka. Og hvað með jólaandann? Það er vandlifað því oft er það svo að með verkefnum og skyldum eins og t.d. með því að baka fyrir jólin kemst fólk í tíðrætt jólaskap. Ég man eftir að hafa lesið skrif eftir Friðrik Ómar Hjörleifsson en eitt árið ákvað hann að sleppa öllu tónleikahaldi til að geta einbeitt sér að jólaandanum sem fól m.a. í sér jólakortaskrif til hans nánustu á notalegu kaffihúsi. Það hljómar vel, ekki satt? Hann sagði jólaandann þó aldrei almennilega hafa komið yfir sig og jólakortin lágu þegjandi óskrifuð. Þá uppgötvaði hann að jólin koma til hans með því að flytja hátíðartónlist til þeirra sem á hlýða. Og við vitum að jólin fela í sér hefðir og minningar eða eins og Bragi Valdimarsson orti í laginu Jólin eru okkar: „Jólin eru kertaljós og knús kanilangan, pikarkökuhús. Jólin eru minningin um það sem einhvern tímann fann sinn hjartastað og settist að.“ Þess vegna er lausnin ekki endilega að fækka öllum verkefnum og leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft en líkt og Karl Sigurbjörnsson sagði: „Við viljum nýta það besta úr minningunum um það sem var, til að skapa þá framtíð sem við þráum.“ Og þess vegna á orðatiltækið „því minna því betra“ ekki endilega við hér. Kjarninn – veganesti til næstu jóla Að loknum hugleiðingum má mér vera ljóst að það er ekki til ein lausn fyrir öll. Ég tel okkur þó þurfa að koma auga á kjarnann í þessum gömlu góðu jólum á ný. Þann kjarna sem hugnast okkur best og við getum sniðið að okkar þörfum. Til þess að finna hann þurfum við að spyrja okkur spurninga eins og: Hvað er það sem raunverulega gleður börnin? Eru það viðamiklar skreytingar sem þreyttir foreldrar hafa glímt við að setja upp eftir að hafa þrifið húsið hátt og lágt? Eða er það frekar samveran og samvinnan við að setja seríu í gluggann þeirra? Hvernig breiðum við út kærleika? Er það með því að kaupa fjölda stórra gjafa sem mörg okkar hafa raunverulega ekki efni á? Eða er það einfaldlega einlægt spjall yfir kaffibolla? Hvaða hefðir eigum við, hverjar þeirra skipta okkur mestu máli í minningunni og hvaða hefðir viljum við halda áfram með? Getum við fækkað þeim og máske einfaldað en samt átt innihaldsrík jól? Og getum við búið okkur til nýja siði sem henta betur okkar fjölskyldulífi? Þegar við höfum velt þessum spurningum fyrir okkur þá getum við haft til hliðsjónar allar þær munaðarlausnir sem við erum svo blessuð að geta nýtt okkur í dag og fléttað þær saman við þennan kjarna - án þess að auka kröfurnar. Og nákvæmlega þannig tel ég að við getum átt okkar gleðilegustu jól. Höfundur er móðir, tónlistarkona og deildarstjóri iðjuþjálfunar á hjúkrunarheimili. Heimildir: Árni Björnsson. (1993). Saga daganna. Mál og menning. Árni Björnsson. (2006). Saga jólanna. Tindur. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. (1912). Hvílíkur ótæmandi fögnuður. Kvennablaðið, 18(12), 90. Jóhannes úr Kötlum. (2018). Jólin koma. Mál og menning. Karl Sigurbjörnsson. (2009). Jólin eru okkur nauðsynleg. Í Jón Ragnarsson (ritstjóri), Jólaminningar: Hátíð ljóssins í huga Íslendinga (bls. 115-123). Bókafélagið Ugla. Þórunn Richardsdóttir. (1940). Gjafirnar undir koddanum. Kirkjuritið, 6(9), 325-329.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun