Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon, Margrét Manda Jónsdóttir og Martin Swift skrifa 11. júní 2025 10:15 Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar