Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar 11. júní 2025 10:30 Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun