Ríkissaksóknari og verjendur sammála að annmarkar hafi verið á dómi Landsréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2023 12:01 Geir Gestsson, verjandi Murats, segir mikilvægt að Hæstiréttur taki Rauðagerðismálið fyrirenda ýmis álitaefni sem þurfi að sker úr um. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Lögmaður eins sakborninganna fagnar ákvörðun Hæstaréttar og mikilvægt að Hæstiréttur skoði þá annmarka sem voru á dómi Landsréttar. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hinir þrír sakborningarnir, þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru öll sýknuð en Landsréttur sneri við dómnum og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað auk þess að þyngja dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Öll fjögur óskuðu eftir leyfi til að áfrýja til Landsréttar og skilaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áliti sínu á beiðnunum í desembermánuði. Fram kemur í álitinu að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. „Ég held að það sé alveg ljóst að ríkissaksóknari og verjendur þessa fólks séu sammála um það að það hafi verið annmarkar á þessum dómi Landsréttar sem þurfi að fá skoðun fyrir Hæstarétti Íslands og nú er komið samþykki fyrir því að málið fari fyrir Hæstarétt þannig að þetta verður eitthvað mjög áhugavert held ég,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats. Landréttur hafi dæmt öll fjögur sem aðalmenn í málinu, þó það liggi fyrir hver tók í gikkinn, sem Hæstiréttur verði að endurskoða. „Þau fá þarna öll fjórtán ár þessir meintu samverkamenn og ef þau eru bara hlutdeildarmenn en ekki aðalmenn ætti það að leiða til að refsingin minnki,“ segir Geir. Málið hefur ekki verið sett á dagskrá hæstaréttar. „En það má gera ráð fyrir að .etta gerist svolítið hratt, verði kannski nokkrir mánuðir.“ Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Morðið í Rauðagerði verður tekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. janúar 2023 14:54 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hinir þrír sakborningarnir, þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru öll sýknuð en Landsréttur sneri við dómnum og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað auk þess að þyngja dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Öll fjögur óskuðu eftir leyfi til að áfrýja til Landsréttar og skilaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áliti sínu á beiðnunum í desembermánuði. Fram kemur í álitinu að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. „Ég held að það sé alveg ljóst að ríkissaksóknari og verjendur þessa fólks séu sammála um það að það hafi verið annmarkar á þessum dómi Landsréttar sem þurfi að fá skoðun fyrir Hæstarétti Íslands og nú er komið samþykki fyrir því að málið fari fyrir Hæstarétt þannig að þetta verður eitthvað mjög áhugavert held ég,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats. Landréttur hafi dæmt öll fjögur sem aðalmenn í málinu, þó það liggi fyrir hver tók í gikkinn, sem Hæstiréttur verði að endurskoða. „Þau fá þarna öll fjórtán ár þessir meintu samverkamenn og ef þau eru bara hlutdeildarmenn en ekki aðalmenn ætti það að leiða til að refsingin minnki,“ segir Geir. Málið hefur ekki verið sett á dagskrá hæstaréttar. „En það má gera ráð fyrir að .etta gerist svolítið hratt, verði kannski nokkrir mánuðir.“
Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Morðið í Rauðagerði verður tekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. janúar 2023 14:54 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Morðið í Rauðagerði verður tekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. janúar 2023 14:54
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45
Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59