Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og staðan var jöfn að loknum fyrsta leikhluta. Heimamenn í Manresa reyndust þó sterkari í öðrum leikhluta ogleiddu með átta stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 45-37.
Sóknarleikur Rytas gekk svo erfiðlega eftir hálfleikshléið og liðið skoraði aðeins tólf stig gegn átján stigum heimamanna. Elvar og félagar náðu ekki að brúa bilið í lokaleikhlutanum og því varð niðurstaðan þrettán stiga sigur Manresa, 82-69.
Elvar var sem áður segir næststigahæsti leikmaður Rytas með tólf stig, en hann tók einnig eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar á tæpum 23 leiknum mínútum. Þetta var fyrsti leikur liðanna í J-riðli og Manresa trónir því á toppnum með tvö stig.