Mótstaða við breytingar ekki vegna eigin hagsmuna heldur faglegs mats Snorri Másson skrifar 26. janúar 2023 08:45 Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir mótstöðu Lyfjafræðingafélags Íslands við frumvarp um að heimila lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki sprottna út frá hagsmunum lyfjafræðinga, heldur faglegum forsendum. Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, telur áform um lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki æskileg.Vísir/Vilhelm „Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf. Þannig að við sjáum þetta ekki fyrir okkur sem jákvæða breytingu. Við viljum halda lyfjunum í apótekunum til að geta veitt ráðleggingar til fólks sem þarf á þessu að halda,“ sagði Inga Lilý í Íslandi í dag, þar sem málið var til umfjöllunar. Meginreglan er sú á Íslandi að hefðbundin ólyfseðilsskyld verkjalyf eru aðeins seld í apótekum og bönnuð í almennum verslunum. Fyrir tveimur árum var lausasalan heimiluð í almennum verslunum á landsbyggðinni þar sem meira en 20 kílómetrar voru í næsta apótek. Nú hefur Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis. Lyfjastofnun lýsir yfir efasemdum og það gera einnig lyfjafræðingar. „Þetta getur verið hættulegt í of stórum skömmtum. Parasetamól er að valda miklum lifrarskemmdum. Það er annað algengasta lyfið sem hringt er útaf í eitrunarmiðstöðinni á Íslandi,“ segir Inga Lilý og bætir við að hætt sé við því að eitrunum fjölgi ef aðgengi eykst, eins og hún segir hafa sýnt sig í Svíþjóð. Þar var lyfið síðan bannað í lausasölu. Óvíst er hver afdrif frumvarpsins verða en þingmenn úr öðrum flokkum eru meðflutningsmenn Berglindar. „Ég get séð fyrir mér að enn um sinn muni þetta haldast í apótekum en maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Inga Lilý. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust. Lyf Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, telur áform um lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki æskileg.Vísir/Vilhelm „Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf. Þannig að við sjáum þetta ekki fyrir okkur sem jákvæða breytingu. Við viljum halda lyfjunum í apótekunum til að geta veitt ráðleggingar til fólks sem þarf á þessu að halda,“ sagði Inga Lilý í Íslandi í dag, þar sem málið var til umfjöllunar. Meginreglan er sú á Íslandi að hefðbundin ólyfseðilsskyld verkjalyf eru aðeins seld í apótekum og bönnuð í almennum verslunum. Fyrir tveimur árum var lausasalan heimiluð í almennum verslunum á landsbyggðinni þar sem meira en 20 kílómetrar voru í næsta apótek. Nú hefur Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis. Lyfjastofnun lýsir yfir efasemdum og það gera einnig lyfjafræðingar. „Þetta getur verið hættulegt í of stórum skömmtum. Parasetamól er að valda miklum lifrarskemmdum. Það er annað algengasta lyfið sem hringt er útaf í eitrunarmiðstöðinni á Íslandi,“ segir Inga Lilý og bætir við að hætt sé við því að eitrunum fjölgi ef aðgengi eykst, eins og hún segir hafa sýnt sig í Svíþjóð. Þar var lyfið síðan bannað í lausasölu. Óvíst er hver afdrif frumvarpsins verða en þingmenn úr öðrum flokkum eru meðflutningsmenn Berglindar. „Ég get séð fyrir mér að enn um sinn muni þetta haldast í apótekum en maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Inga Lilý. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust.
Lyf Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira