STOPP ofbeldi - Með góðri fræðslu getum við hjálpað til við að rjúfa þögnina! Harpa Pálmadóttir og Sigrún Sóley Jökulsdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Stafræn þróun Börn og uppeldi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun