„Hættulegt fordæmi til framtíðar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. janúar 2023 12:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Vísir/Egill Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Halldór segir þetta mikil vonbrigði og segir samtökin hafa talað gegn inngripum ríkisvaldsins. „Já, við erum svo sem bara að meta stöðuna og átta okkur á hvað þetta þýðir. Þetta eru náttúrulega vonbrigði fyrst og fremst og þýðir að báðum aðilum hefur mistekist. Miðlunartillaga er ekkert annað en skipbrot samtalsins. Hingað til höfum við talað gegn inngripum ríkisvaldsins í kjaradeilur. Við viljum semja við okkar viðsemjendur. Þessi deila var auðvitað komin í mjög harðan hnút og ég var að horfa á fréttamannafundinn líka þar sem ríkissáttasemjari er að tala um afturvirknina. Við hefðum viljað geta tekist á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Við vorum tilbúin að fylgja því eftir.“ Hefði kosið aðra leið Halldór hefði frekar kosið að forysta Eflingar hefði sjálf sett samningstilboðið í atkvæðagreiðslu. „Já, en við þurfum að semja aftur við Eflingu og öll önnur stéttarfélög landsins. Ég hefði kosið að forysta Eflingar hefði sett þennan kjarasamning sjálf í atkvæðagreiðslu. Það hefði verið eðlileg framvinda að sjá og kanna hug síns félagsfólks. Það var ekkert að fara að gerast í þessu tilviki eins og ég met stöðuna. En núna þurfum við bara að fara yfir þetta. Á endanum er þetta atkvæðagreiðsla bæði okkar megin og Eflingarmegin. Við munum nýta daginn í það.“ Óttast fordæmið Halldór segir samtökin munu funda með sínum félagsmönnum í dag en óttast fordæmið. „Ég óttast það að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Það er þannig að samningar á vinnumarkaði eru þannig að það er alltaf samningur sem tekur við af samningi. Við þurfum að semja aftur við þessi verkalýðsfélög og get tekir undir það að ég óttast það fordæmi sem verið er að setja hér.“ Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Halldór segir þetta mikil vonbrigði og segir samtökin hafa talað gegn inngripum ríkisvaldsins. „Já, við erum svo sem bara að meta stöðuna og átta okkur á hvað þetta þýðir. Þetta eru náttúrulega vonbrigði fyrst og fremst og þýðir að báðum aðilum hefur mistekist. Miðlunartillaga er ekkert annað en skipbrot samtalsins. Hingað til höfum við talað gegn inngripum ríkisvaldsins í kjaradeilur. Við viljum semja við okkar viðsemjendur. Þessi deila var auðvitað komin í mjög harðan hnút og ég var að horfa á fréttamannafundinn líka þar sem ríkissáttasemjari er að tala um afturvirknina. Við hefðum viljað geta tekist á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Við vorum tilbúin að fylgja því eftir.“ Hefði kosið aðra leið Halldór hefði frekar kosið að forysta Eflingar hefði sjálf sett samningstilboðið í atkvæðagreiðslu. „Já, en við þurfum að semja aftur við Eflingu og öll önnur stéttarfélög landsins. Ég hefði kosið að forysta Eflingar hefði sett þennan kjarasamning sjálf í atkvæðagreiðslu. Það hefði verið eðlileg framvinda að sjá og kanna hug síns félagsfólks. Það var ekkert að fara að gerast í þessu tilviki eins og ég met stöðuna. En núna þurfum við bara að fara yfir þetta. Á endanum er þetta atkvæðagreiðsla bæði okkar megin og Eflingarmegin. Við munum nýta daginn í það.“ Óttast fordæmið Halldór segir samtökin munu funda með sínum félagsmönnum í dag en óttast fordæmið. „Ég óttast það að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Það er þannig að samningar á vinnumarkaði eru þannig að það er alltaf samningur sem tekur við af samningi. Við þurfum að semja aftur við þessi verkalýðsfélög og get tekir undir það að ég óttast það fordæmi sem verið er að setja hér.“
Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25