„Hættulegt fordæmi til framtíðar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. janúar 2023 12:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Vísir/Egill Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Halldór segir þetta mikil vonbrigði og segir samtökin hafa talað gegn inngripum ríkisvaldsins. „Já, við erum svo sem bara að meta stöðuna og átta okkur á hvað þetta þýðir. Þetta eru náttúrulega vonbrigði fyrst og fremst og þýðir að báðum aðilum hefur mistekist. Miðlunartillaga er ekkert annað en skipbrot samtalsins. Hingað til höfum við talað gegn inngripum ríkisvaldsins í kjaradeilur. Við viljum semja við okkar viðsemjendur. Þessi deila var auðvitað komin í mjög harðan hnút og ég var að horfa á fréttamannafundinn líka þar sem ríkissáttasemjari er að tala um afturvirknina. Við hefðum viljað geta tekist á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Við vorum tilbúin að fylgja því eftir.“ Hefði kosið aðra leið Halldór hefði frekar kosið að forysta Eflingar hefði sjálf sett samningstilboðið í atkvæðagreiðslu. „Já, en við þurfum að semja aftur við Eflingu og öll önnur stéttarfélög landsins. Ég hefði kosið að forysta Eflingar hefði sett þennan kjarasamning sjálf í atkvæðagreiðslu. Það hefði verið eðlileg framvinda að sjá og kanna hug síns félagsfólks. Það var ekkert að fara að gerast í þessu tilviki eins og ég met stöðuna. En núna þurfum við bara að fara yfir þetta. Á endanum er þetta atkvæðagreiðsla bæði okkar megin og Eflingarmegin. Við munum nýta daginn í það.“ Óttast fordæmið Halldór segir samtökin munu funda með sínum félagsmönnum í dag en óttast fordæmið. „Ég óttast það að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Það er þannig að samningar á vinnumarkaði eru þannig að það er alltaf samningur sem tekur við af samningi. Við þurfum að semja aftur við þessi verkalýðsfélög og get tekir undir það að ég óttast það fordæmi sem verið er að setja hér.“ Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Halldór segir þetta mikil vonbrigði og segir samtökin hafa talað gegn inngripum ríkisvaldsins. „Já, við erum svo sem bara að meta stöðuna og átta okkur á hvað þetta þýðir. Þetta eru náttúrulega vonbrigði fyrst og fremst og þýðir að báðum aðilum hefur mistekist. Miðlunartillaga er ekkert annað en skipbrot samtalsins. Hingað til höfum við talað gegn inngripum ríkisvaldsins í kjaradeilur. Við viljum semja við okkar viðsemjendur. Þessi deila var auðvitað komin í mjög harðan hnút og ég var að horfa á fréttamannafundinn líka þar sem ríkissáttasemjari er að tala um afturvirknina. Við hefðum viljað geta tekist á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Við vorum tilbúin að fylgja því eftir.“ Hefði kosið aðra leið Halldór hefði frekar kosið að forysta Eflingar hefði sjálf sett samningstilboðið í atkvæðagreiðslu. „Já, en við þurfum að semja aftur við Eflingu og öll önnur stéttarfélög landsins. Ég hefði kosið að forysta Eflingar hefði sett þennan kjarasamning sjálf í atkvæðagreiðslu. Það hefði verið eðlileg framvinda að sjá og kanna hug síns félagsfólks. Það var ekkert að fara að gerast í þessu tilviki eins og ég met stöðuna. En núna þurfum við bara að fara yfir þetta. Á endanum er þetta atkvæðagreiðsla bæði okkar megin og Eflingarmegin. Við munum nýta daginn í það.“ Óttast fordæmið Halldór segir samtökin munu funda með sínum félagsmönnum í dag en óttast fordæmið. „Ég óttast það að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Það er þannig að samningar á vinnumarkaði eru þannig að það er alltaf samningur sem tekur við af samningi. Við þurfum að semja aftur við þessi verkalýðsfélög og get tekir undir það að ég óttast það fordæmi sem verið er að setja hér.“
Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent