The Sun greinir frá en Solskjær hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn sem þjálfari Manchester United í nóvember 2021.
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að viðræður hafi nú þegar átt sér stað á milli Solskjær og forráðamanna Everton og segir að Norðmaðurinn hafi sett kröfur um að liðið verði styrkt áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Solskjær ætlar þó ekki að leita langt yfir skammt heldur í herbúðir síns gamla félags og vill sækja bæði Harry Maguire og Scott McTominay. Í frétt The Sun er sagt að United gæti verið til í að skoða það að selja tvímenningana til að eiga auðveldara með að standast fjárhagsreglur UEFA.
Undanfarna daga hafa Marcelo Bielsa og Sean Dyche mikið verið orðaðir við Everton sem hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Frank Lampard var sagt upp fyrr í vikunni.