Gunnhildur Yrsa var orðin þreytt en hlakkar til ævintýrisins með Stjörnunni Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 23:31 Gunnhildur Yrsa er komin heim í Stjörnuna. Vísir Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin heim úr atvinnumennsku og spilar með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar á komandi leiktíð. Hún lítur bjartsýnisaugum á framtíðina hér heima. „Ég var náttúrulega með samning úti og þegar ég ætlaði ekki að spila þar þá vissi ég að ég ætlaði að spila fyrir Stjörnuna. Ég fann bara í hjarta mínu að ég vildi bara koma heim og Stjarnan er það eina í boði hjá mér. Ég er mikil Stjörnukona og er alin upp hérna,“ sagði Gunnhildur Yrsa í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að vinnuveitendur hennar hjá Orlando Pride hafi ekki verið yfir sig ánægðir að hún vildi segja upp samningnum. „Þau skildu þetta skref og af hverju ég vildi koma hingað. Þetta er ævintýrasaga að geta spilað aftur fyrir klúbbinn sem maður byrjaði með. Í Bandaríkjunum er það ekki í boði, það er enginn sem fer í akademíu og upp í meistaraflokk. Þau skildu þetta og ég get þakkað þeim fyrir það að þau voru ekki með nein leiðindi.“ Gunnhildur Yrsa er búin að vera atvinnumaður erlendis í tíu ár og segir að álagið í bandarísku deildinni sé mikið. „Það er mikið um ferðalög, maður er að fljúga í fimm tíma í útileiki, er á stanslausu ferðalagi og nær ekki endurheimt. Ég var bara orðin þreytt og svo þegar var frí þá var landsliðsverkefni í Evrópu þannig að þetta voru ansi mikil ferðalög. Líkaminn var farinn að segja mér aðeins að róa mig.“ Hún segir að þetta hafi hjálpað til við að taka ákvörðunina og einnig tækifærið til að gera meira en spila bara fótbolta. Hún segir spennandi hluti framundan hjá Stjörnunni sem leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Það skemmir ekki fyrir, það er reyndar rétt hjá þér,“ sagði Gunnhildur Yrsa brosandi að lokum. Allt viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hún segist hlakka til að geta gert fleira en spila bara fótbolta. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
„Ég var náttúrulega með samning úti og þegar ég ætlaði ekki að spila þar þá vissi ég að ég ætlaði að spila fyrir Stjörnuna. Ég fann bara í hjarta mínu að ég vildi bara koma heim og Stjarnan er það eina í boði hjá mér. Ég er mikil Stjörnukona og er alin upp hérna,“ sagði Gunnhildur Yrsa í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að vinnuveitendur hennar hjá Orlando Pride hafi ekki verið yfir sig ánægðir að hún vildi segja upp samningnum. „Þau skildu þetta skref og af hverju ég vildi koma hingað. Þetta er ævintýrasaga að geta spilað aftur fyrir klúbbinn sem maður byrjaði með. Í Bandaríkjunum er það ekki í boði, það er enginn sem fer í akademíu og upp í meistaraflokk. Þau skildu þetta og ég get þakkað þeim fyrir það að þau voru ekki með nein leiðindi.“ Gunnhildur Yrsa er búin að vera atvinnumaður erlendis í tíu ár og segir að álagið í bandarísku deildinni sé mikið. „Það er mikið um ferðalög, maður er að fljúga í fimm tíma í útileiki, er á stanslausu ferðalagi og nær ekki endurheimt. Ég var bara orðin þreytt og svo þegar var frí þá var landsliðsverkefni í Evrópu þannig að þetta voru ansi mikil ferðalög. Líkaminn var farinn að segja mér aðeins að róa mig.“ Hún segir að þetta hafi hjálpað til við að taka ákvörðunina og einnig tækifærið til að gera meira en spila bara fótbolta. Hún segir spennandi hluti framundan hjá Stjörnunni sem leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Það skemmir ekki fyrir, það er reyndar rétt hjá þér,“ sagði Gunnhildur Yrsa brosandi að lokum. Allt viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hún segist hlakka til að geta gert fleira en spila bara fótbolta.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira