Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar Helgi Áss Grétarsson skrifar 28. janúar 2023 08:00 „Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel. Svona er verið að reyna breyta orðræðu og starfsháttum í samfélaginu. Allt á að skoða út frá stöðu kynjanna. Breyta á tungumálinu, siðum okkar og hvað sé heimilt að hugsa, segja og tjá. Vart verður annað sagt en að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, hafi með verkum sínum ýtt undir þessa þróun. Aðgerðaráætlun um hatursorðræðu – þingsályktunartillaga Tillaga forsætisráðuneytisins til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu 2023–2026 var gerð aðgengileg inn á samráðsgátt stjórnvalda hinn 4. janúar síðastliðinn. Þessi tillögugerð er reist á mörgum liðum. Þrátt fyrir það liggur ekki fyrir hvað hatursorðræða merki. Sem dæmi er ekki samstaða um það á alþjóðlegum vettvangi hver sé merking þessa hugtaks. Það er því í þróun. Svo sem komið hefur fram í fjölmiðlum þá lýtur einn liður í tillögu forsætisráðherra að skylt verði fyrir tiltekna starfsmenn hins opinbera að sækja námskeið um hatursorðræðu. Svo sérstakur sem sá hluti tillögunnar er, verður hér staðnæmst við lið sem nefndur er „vitundarvakningarherferð“ en undir þeim lið er lagt til að komið verði á fót herferðum sem lýsa m.a. birtingarmyndum og afleiðingum hatursorðræðutjáningar. Um þennan síðastnefnda lið tillögunnar segir í greinargerð að „[ö]ll eiga rétt á að lifa í öruggu samfélagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir hatursorðræðu...“. Sem sagt, auka skal vitund almennings um hatursorðræðu, m.a. með „nýlenskuna“ að vopni. Umsögn Reykjavíkurborgar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar skilaði, f.h. borgarinnar, umsögn um áðurnefnda tillögu til þingsályktunar. Í umsögn Reykjavíkurborgar var m.a. vikið að þeim lið sem varðaði áðurnefnda „vitundarvakningarherferð“ og var átalið að í greinargerð um þetta atriði skorti „viðurkenningu á því að konur sem berjast gegn ríkjandi kynjakerfi verða ítrekað fyrir hatursorðræðu“. Þessi síðastnefnda staðhæfing í umsögninni var hvorki studd með dæmum né heimildum. Einnig var í umsögn Reykjavíkurborgar komið inn á það að skoða bæri „kynjuð áhrif á hatrið sem ýmsir hópar upplifa, svo sem hvernig aðilar innan minnihlutahópa geta upplifað hatursorðræðu með ólíkum hætti eftir kyni, en einnig hvernig fólk af ólíkum kynjum og þá oft á tíðum konur eru nýttar í hatursorðræðu og baráttu gegn réttindum og tilverurétti minnihlutahópa, sbr. TERF hreyfinguna sem berst í nafni kvenréttinda gegn trans konum“. Hin tilvitnuðu ummæli virðast m.a. gefa í skyn, án sannana, að einstaklingar taki ekki sjálfstæða afstöðu til málefna heldur séu nýttir í hatursorðræðu. Einnig að nálgast eigi hatursorðræðuhugtakið með svo flóknum hætti að nánast hver sem er geti hvenær sem er skilgreint orðræðu annarra sem hatursorðræðu í sinn garð. Svona nálgun á viðfangsefnið er hættuleg í lýðræðisríki þar sem mannréttindi njóta verndar, þ.m.t. tjáningarfrelsið. Hvert er hlutverk Reykjavíkurborgar? Stjórn Reykjavíkurborgar hefur lengi einkennst af því að verkefnum er sinnt sem á engan hátt tengjast grundvallarskyldum sveitarfélags. Í stað þess að leggja áherslu á að grunnþjónusta við borgarana sé sinnt með sem skilvirkustum hætti er of margt í starfseminni sem byggt er á óhagnýtri hugmyndafræði. Furðu vekur t.d. að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, leggi sig í framkróka um að skila umsögn um mál eins og því sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Lokaorð Spyrna þarf við fótum í þessu einskonar menningarstríði og er það ekki síst skylda þeirra sem eru í víglínu stjórnmálanna og varðveita vilja borgaraleg gildi. Frelsi einstaklingsins kemur ekki af sjálfu sér og fyllsta ástæða er til að hvetja hugrakkt fólk til að taka þátt og móta hvernig samfélagið þróast að þessu leyti. Einn góðan veðurdag gæti það orðið of seint. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Snjómokstur Jafnréttismál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel. Svona er verið að reyna breyta orðræðu og starfsháttum í samfélaginu. Allt á að skoða út frá stöðu kynjanna. Breyta á tungumálinu, siðum okkar og hvað sé heimilt að hugsa, segja og tjá. Vart verður annað sagt en að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, hafi með verkum sínum ýtt undir þessa þróun. Aðgerðaráætlun um hatursorðræðu – þingsályktunartillaga Tillaga forsætisráðuneytisins til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu 2023–2026 var gerð aðgengileg inn á samráðsgátt stjórnvalda hinn 4. janúar síðastliðinn. Þessi tillögugerð er reist á mörgum liðum. Þrátt fyrir það liggur ekki fyrir hvað hatursorðræða merki. Sem dæmi er ekki samstaða um það á alþjóðlegum vettvangi hver sé merking þessa hugtaks. Það er því í þróun. Svo sem komið hefur fram í fjölmiðlum þá lýtur einn liður í tillögu forsætisráðherra að skylt verði fyrir tiltekna starfsmenn hins opinbera að sækja námskeið um hatursorðræðu. Svo sérstakur sem sá hluti tillögunnar er, verður hér staðnæmst við lið sem nefndur er „vitundarvakningarherferð“ en undir þeim lið er lagt til að komið verði á fót herferðum sem lýsa m.a. birtingarmyndum og afleiðingum hatursorðræðutjáningar. Um þennan síðastnefnda lið tillögunnar segir í greinargerð að „[ö]ll eiga rétt á að lifa í öruggu samfélagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir hatursorðræðu...“. Sem sagt, auka skal vitund almennings um hatursorðræðu, m.a. með „nýlenskuna“ að vopni. Umsögn Reykjavíkurborgar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar skilaði, f.h. borgarinnar, umsögn um áðurnefnda tillögu til þingsályktunar. Í umsögn Reykjavíkurborgar var m.a. vikið að þeim lið sem varðaði áðurnefnda „vitundarvakningarherferð“ og var átalið að í greinargerð um þetta atriði skorti „viðurkenningu á því að konur sem berjast gegn ríkjandi kynjakerfi verða ítrekað fyrir hatursorðræðu“. Þessi síðastnefnda staðhæfing í umsögninni var hvorki studd með dæmum né heimildum. Einnig var í umsögn Reykjavíkurborgar komið inn á það að skoða bæri „kynjuð áhrif á hatrið sem ýmsir hópar upplifa, svo sem hvernig aðilar innan minnihlutahópa geta upplifað hatursorðræðu með ólíkum hætti eftir kyni, en einnig hvernig fólk af ólíkum kynjum og þá oft á tíðum konur eru nýttar í hatursorðræðu og baráttu gegn réttindum og tilverurétti minnihlutahópa, sbr. TERF hreyfinguna sem berst í nafni kvenréttinda gegn trans konum“. Hin tilvitnuðu ummæli virðast m.a. gefa í skyn, án sannana, að einstaklingar taki ekki sjálfstæða afstöðu til málefna heldur séu nýttir í hatursorðræðu. Einnig að nálgast eigi hatursorðræðuhugtakið með svo flóknum hætti að nánast hver sem er geti hvenær sem er skilgreint orðræðu annarra sem hatursorðræðu í sinn garð. Svona nálgun á viðfangsefnið er hættuleg í lýðræðisríki þar sem mannréttindi njóta verndar, þ.m.t. tjáningarfrelsið. Hvert er hlutverk Reykjavíkurborgar? Stjórn Reykjavíkurborgar hefur lengi einkennst af því að verkefnum er sinnt sem á engan hátt tengjast grundvallarskyldum sveitarfélags. Í stað þess að leggja áherslu á að grunnþjónusta við borgarana sé sinnt með sem skilvirkustum hætti er of margt í starfseminni sem byggt er á óhagnýtri hugmyndafræði. Furðu vekur t.d. að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, leggi sig í framkróka um að skila umsögn um mál eins og því sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Lokaorð Spyrna þarf við fótum í þessu einskonar menningarstríði og er það ekki síst skylda þeirra sem eru í víglínu stjórnmálanna og varðveita vilja borgaraleg gildi. Frelsi einstaklingsins kemur ekki af sjálfu sér og fyllsta ástæða er til að hvetja hugrakkt fólk til að taka þátt og móta hvernig samfélagið þróast að þessu leyti. Einn góðan veðurdag gæti það orðið of seint. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun