Fyrsta þriggja stiga skot Ragnars flaug ofan í: „Bara flipp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 09:00 Ragnar Ágúst er maður orða sinna. Skjáskot/Björgvin Rúnar Landsliðsmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði nokkuð á föstudag sem hann hafði aldrei gert áður á 16 ára meistaraflokksferli sínum, hann tók sitt fyrsta þriggja stiga skot. Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“ Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“
Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum