Eru skuldir þínar að aukast um hálfa milljón eða meira á mánuði? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 31. janúar 2023 07:01 Þann 25. janúar sl. birtist frétt á Vísi, sem byggði á nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sagði meðal annars að 86% allra nýrra húsnæðislána hjá bankastofnunum landsins væru verðtryggð. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við þessar ömurlegu fréttir fyrir fólkið í landinu því fyrir mér eru verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga til þess fallin að færa eignir fólks og sparnað þess yfir til þeirra sem sitja að meirihluta fjármagnsins í landinu og þar með lánsfé. Verðtryggð húsnæðislán eru besta uppfinning fjármagnseigenda (fjármagnseigendur eru þeir sem hafa yfir að ráða svo mikið af peningum að þeir geta lánað þá gegn vöxtum) því slík lán er með öllu áhættulaus fyrir þá en öll áhættan hvílir á þeim sem tekur peninga að láni á slíkum kjörum. Af hverju gætu einhverjir spurt og svarið er einfallt, verðtrygging þýðir að upphæð lánsins breytist eftir því hversu mikil verðbólga er hverju sinni, upphæðin hækkar meira eftir því sem verðbólgan er hærri auk þess sem alltaf eru reiknaðir vextir á lánsupphæðina. Fjármálasnilld eða blekkingaleikur? Þetta er það sem kallað er „win-win“ fyrir þá sem eiga fjármagn til að lána á slíkum kjörum því þeir geta ekki tapað á því og nú er gaman hjá þeim því Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld hafa séð til þess að vextir eru orðnir svo háir að það er orðið nánast ómögulegt fyrir flesta að taka óverðtryggð lán vegna þess að greiðslubyrðin hefur hækkað svo mikið undanfarna 18 mánuði. Fólk neyðist því til að taka verðtryggð lán ef það ætlar að geta komið yfir sig húsaskjóli eða staðið undir greiðslum á núverandi húsnæðislánum (fólk þarf að endurfjármagna sig yfir í verðtryggð lán sem áður var með óverðtryggð). Til útskýringa fyrir þá sem ekki eru með á hreinu muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum að þá er aðalkosturinn við óverðtryggðu lánin sá að verðbólga hefur engin áhrif á þau, aðeins vaxtastigið og þess vegna hækka aldrei eftirstöðvar lánsins heldur lækkar það jafnt og þétt með hverri afborgun. Þess vegna taka bæði lánveitandi og lántaki áhættu á lántökunni. Í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru eingöngu um óverðtryggð lán að ræða og verðtryggð lán hvorki þekkjast né eru leyfileg til einstaklinga þ.s. þau þykja of áhættusöm og aðeins á færi fagfjárfesta að höndla með slíka fjármálagerninga. Hversu mikið aukast skuldir þínar á mánuði? Við lestur á skýrslunni kemur fram í kaflanum - Óverðtryggðir vextir hækka enn - að mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána sé minnst kr. 64.900,- fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar séu nú að láni en var kr. 37.700,- í maí 2021. Munurinn er kr. 27.200,- á mánuði. Það þýðir að af 50 milljóna krónu láni hefur greiðslubyrðin hækkað um rúmar 130 þúsund krónur á mánuði! Visslulega hafa laun hækkað eitthvað á sama tíma en ekki um upphæð nálægt þessari enda þyrftu laun að hafa hækkað um ca. 200 þús fyrir skatt til að halda í við þessa hækkun á sama tímabili. Á sama tíma hafa mánaðarlegar afborganir af verðtryggðum lánum hækkað um kr. 6.400,- ef miðað er við 30 ára lán (af 50 milljóna láni hefur greiðslubyrðin því hækkað um rúm 30 þúsund á mánuði). Í kaflanum - Óverðtryggðir vextir verða óhagkvæmari - kemur fram að miðað við að verðbólga væri að jafnaði 4% ( þá tæki það 16 ár fyrir greiðslubyrði á verðtryggðu láni að verða jafn há og greiðslubyrði af óverðtryggðu láni núna. Hvað þýðir þetta? Tökum dæmi: Húsnæðislán sem tekið er í dag til 30 ára að upphæð 50 milljóna króna væri með mánaðarlega greiðslubyrði uppá kr. 361.451,- ef um er að ræða óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum (vextir 7,84%) en kr. 210.690,- ef um er að ræða verðtryggt lán (vextir 2,94%, verðbólga 4,00%). Eftir 14 ár væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins orðin jöfn óverðtryggða lánsins og færi svo hækkandi eftir það (greiðslubyrði óverðtryggða lánsins væri alltaf sú sama ef vextir haldast óbreyttir). Eftirstöðvar lánanna væru hins vegar gjörólíkar, þ.s. eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru rúmar 55 milljónir króna en óverðtryggða lánsins rúmar 39 milljónir. Munurinn væri 16 milljónir meiri eignarmyndum hjá þeim sem væri með óverðtryggða lánið (í stað þess að lánsupphæðin er rúmum 5 milljónum hærri en upphaflega lánið er hún tæplega 11 milljónum lægri). Með öðrum orðum, sá sem er með óverðtryggt lán eignaðist eitthvað á þessum 14 árum meðan sá sem var með verðtryggða lánið var í besta falli í öruggri leigu og jók við skuldir sínar á sama tíma. En við erum ekki í 4% verðbólgu. 12 mánaða verðbólga í dag mælist 9,9% sem þýðir að verðtryggða lánið í dæminu hér fyrir ofan er að hækka um ríflega 400 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að eftir aðeins 14 mánuði en ekki 168 (14 ár) verða eftirstöðvar lánsins komnar í rúmar 55 milljónir! Hversu lengi ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga? Það er því mjög alvarlegt og með ólíkindum að það skuli enn líðast að fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi skuli vera þvingaðir inn á þær brautir að taka verðtryggð lán til að koma þaki yfir höfuðið þar sem það má vera öllum, sem koma að stjórn landsins, full ljóst að slíkt hefur oftar en ekki í för með sér mikla eignatilfærslu frá fólkinu í landinu til fjármagnseigenda og eykur þannig stöðugt við ójöfnuð milli þeirra sem tilheyra fjármagnseigendum í landinu og okkar hinna sem teljumst til meira en 90% Íslendinga. Þessu verður að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Fjármál heimilisins Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þann 25. janúar sl. birtist frétt á Vísi, sem byggði á nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sagði meðal annars að 86% allra nýrra húsnæðislána hjá bankastofnunum landsins væru verðtryggð. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við þessar ömurlegu fréttir fyrir fólkið í landinu því fyrir mér eru verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga til þess fallin að færa eignir fólks og sparnað þess yfir til þeirra sem sitja að meirihluta fjármagnsins í landinu og þar með lánsfé. Verðtryggð húsnæðislán eru besta uppfinning fjármagnseigenda (fjármagnseigendur eru þeir sem hafa yfir að ráða svo mikið af peningum að þeir geta lánað þá gegn vöxtum) því slík lán er með öllu áhættulaus fyrir þá en öll áhættan hvílir á þeim sem tekur peninga að láni á slíkum kjörum. Af hverju gætu einhverjir spurt og svarið er einfallt, verðtrygging þýðir að upphæð lánsins breytist eftir því hversu mikil verðbólga er hverju sinni, upphæðin hækkar meira eftir því sem verðbólgan er hærri auk þess sem alltaf eru reiknaðir vextir á lánsupphæðina. Fjármálasnilld eða blekkingaleikur? Þetta er það sem kallað er „win-win“ fyrir þá sem eiga fjármagn til að lána á slíkum kjörum því þeir geta ekki tapað á því og nú er gaman hjá þeim því Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld hafa séð til þess að vextir eru orðnir svo háir að það er orðið nánast ómögulegt fyrir flesta að taka óverðtryggð lán vegna þess að greiðslubyrðin hefur hækkað svo mikið undanfarna 18 mánuði. Fólk neyðist því til að taka verðtryggð lán ef það ætlar að geta komið yfir sig húsaskjóli eða staðið undir greiðslum á núverandi húsnæðislánum (fólk þarf að endurfjármagna sig yfir í verðtryggð lán sem áður var með óverðtryggð). Til útskýringa fyrir þá sem ekki eru með á hreinu muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum að þá er aðalkosturinn við óverðtryggðu lánin sá að verðbólga hefur engin áhrif á þau, aðeins vaxtastigið og þess vegna hækka aldrei eftirstöðvar lánsins heldur lækkar það jafnt og þétt með hverri afborgun. Þess vegna taka bæði lánveitandi og lántaki áhættu á lántökunni. Í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru eingöngu um óverðtryggð lán að ræða og verðtryggð lán hvorki þekkjast né eru leyfileg til einstaklinga þ.s. þau þykja of áhættusöm og aðeins á færi fagfjárfesta að höndla með slíka fjármálagerninga. Hversu mikið aukast skuldir þínar á mánuði? Við lestur á skýrslunni kemur fram í kaflanum - Óverðtryggðir vextir hækka enn - að mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána sé minnst kr. 64.900,- fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar séu nú að láni en var kr. 37.700,- í maí 2021. Munurinn er kr. 27.200,- á mánuði. Það þýðir að af 50 milljóna krónu láni hefur greiðslubyrðin hækkað um rúmar 130 þúsund krónur á mánuði! Visslulega hafa laun hækkað eitthvað á sama tíma en ekki um upphæð nálægt þessari enda þyrftu laun að hafa hækkað um ca. 200 þús fyrir skatt til að halda í við þessa hækkun á sama tímabili. Á sama tíma hafa mánaðarlegar afborganir af verðtryggðum lánum hækkað um kr. 6.400,- ef miðað er við 30 ára lán (af 50 milljóna láni hefur greiðslubyrðin því hækkað um rúm 30 þúsund á mánuði). Í kaflanum - Óverðtryggðir vextir verða óhagkvæmari - kemur fram að miðað við að verðbólga væri að jafnaði 4% ( þá tæki það 16 ár fyrir greiðslubyrði á verðtryggðu láni að verða jafn há og greiðslubyrði af óverðtryggðu láni núna. Hvað þýðir þetta? Tökum dæmi: Húsnæðislán sem tekið er í dag til 30 ára að upphæð 50 milljóna króna væri með mánaðarlega greiðslubyrði uppá kr. 361.451,- ef um er að ræða óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum (vextir 7,84%) en kr. 210.690,- ef um er að ræða verðtryggt lán (vextir 2,94%, verðbólga 4,00%). Eftir 14 ár væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins orðin jöfn óverðtryggða lánsins og færi svo hækkandi eftir það (greiðslubyrði óverðtryggða lánsins væri alltaf sú sama ef vextir haldast óbreyttir). Eftirstöðvar lánanna væru hins vegar gjörólíkar, þ.s. eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru rúmar 55 milljónir króna en óverðtryggða lánsins rúmar 39 milljónir. Munurinn væri 16 milljónir meiri eignarmyndum hjá þeim sem væri með óverðtryggða lánið (í stað þess að lánsupphæðin er rúmum 5 milljónum hærri en upphaflega lánið er hún tæplega 11 milljónum lægri). Með öðrum orðum, sá sem er með óverðtryggt lán eignaðist eitthvað á þessum 14 árum meðan sá sem var með verðtryggða lánið var í besta falli í öruggri leigu og jók við skuldir sínar á sama tíma. En við erum ekki í 4% verðbólgu. 12 mánaða verðbólga í dag mælist 9,9% sem þýðir að verðtryggða lánið í dæminu hér fyrir ofan er að hækka um ríflega 400 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að eftir aðeins 14 mánuði en ekki 168 (14 ár) verða eftirstöðvar lánsins komnar í rúmar 55 milljónir! Hversu lengi ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga? Það er því mjög alvarlegt og með ólíkindum að það skuli enn líðast að fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi skuli vera þvingaðir inn á þær brautir að taka verðtryggð lán til að koma þaki yfir höfuðið þar sem það má vera öllum, sem koma að stjórn landsins, full ljóst að slíkt hefur oftar en ekki í för með sér mikla eignatilfærslu frá fólkinu í landinu til fjármagnseigenda og eykur þannig stöðugt við ójöfnuð milli þeirra sem tilheyra fjármagnseigendum í landinu og okkar hinna sem teljumst til meira en 90% Íslendinga. Þessu verður að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun