Eriksen meiddist í bikarleik gegn Reading um helgina við slæma tæklingu framherjans Andy Carroll, sem þó slapp við spjald. Daninn hefur verið United afar mikilvægur á leiktíðinni og ljóst að um áfall er að ræða fyrir stjórann Erik ten Hag og hans lið.
This challenge has left Christian Eriksen out injured until late April/early May pic.twitter.com/Cq9MXemzc4
— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2023
Í dag er síðasta dagur félagaskiptagluggans á Englandi og því ekki útilokað að United bregðist við og sæki sér miðjumann áður en dagurinn er úti.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir þó ljóst að liðið sé vel sett með Fred og Casemiro saman á miðjunni enda spili þeir saman í brasilíska landsliðinu. Hann ætli að treysta á þá miðjumenn sem liðið sé með.
Ten Hag on signing replacement after Eriksen injury: Something on Deadline Day is difficult, you can't make policy on bad injuries . #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2023
We have players in the midfield, good players, players who can fill the gap . pic.twitter.com/B5vpRAyOUg
Konaté úr leik næstu vikurnar
Meiðslavandræði Liverpool hafa einnig aukist en miðvörðurinn Ibrahima Konaté verður frá keppni næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla í læri.
Telegraph segir að einu viðskiptin sem forráðamenn Liverpool hafi verið með í huga í dag hafi verið möguleg sala á miðverðinum Nat Phillips en að ólíklegt sé að hann fari í dag í ljósi meiðsla Konaté og Virgils van Dijk.