Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2023 19:55 Forráðamenn Samskipa undrast að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist einungis að þeirra félagi en ekki öðrum flutningsaðilum einnig en vona að ekki komi til verkfalls. Stöð 2/Sigurjón Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. Eflingarfélagar á sjö hótelum Íslandshótela hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að hefja ótímabundið verkfall á sjö hótelum Íslandshótela frá hádegi næsta þriðjudag. Samtök atvinnulífsins stefndu síðan Eflingu fyrir Félagsdóm í dag vegna þessa og telja boðunina ólöglega. Klippa: Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Í dag boðaði Efling síðan atkvæðagreiðslu meðal 500 starfsmanna á öllum Berjaya hótelunum, eða gömlu Icelandair hótelunum í Reykjavík, Edition hótelinu og um 70 bílstjórum hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi. Á föstudag á Efling að skila inn greinargerð til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að kjörskrá félagsins, þann dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar sem boðaðar voru í dag. Á þriðjudag í næstu viku hefst að óbreyttu verkfall á sjö hótelum Íslandshótela og atkvæðagreiðslu um nýjar aðgerðir lýkur. Verði þær samþykktar hefjast þau verkföll hinn 15. febrúar. Samskip undrast það í yfirlýsingu í dag að aðgerðir Eflingar beinist einungis gegn einum flutningsaðila en vonast jafnframt til að ekki komi til verkfalls. Sólveig Anna Jónsdóttir segir kröfur Eflingar einfaldr, sanngjarnar og skýrar og snúast um að fólk nái endum saman.Stöð 2/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið tilbúið til að ganga langt til að ná ásættanlegum samningum. „Þegar ég er spurð að þessu hversu langt við séum tilbúin að ganga, vil ég spyrja til baka; hversu langt eru Samtök atvinnulífsins tilbúin að ganga til að koma sér hjá því að gera einfaldlega eflingarsamning við eflingarfólk. Aftur, það er ekki eins og kröfur okkar séu yfirgengilegar eða út úr öllu korti,“ segir Sólveig Anna. Þetta væru einfaldar og sanngjarnar kröfur um að eflingarfólk eigi meiri möguleika að ná endum saman. „Ég vona að staðfesta samninganefndar Eflingar og eflingarfólks verði til þess að kippa mönnum loksins niður á jörðina. Það hefur ávallt verið mín von í allri þessari deilu og hún er enn til staðar,“ segir formaður Eflingar. Saka Eflingu um að virða ekki reglur réttarríkisins Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki hægt að boða til verkfalls á sama tíma og miðlingartillaga liggi frammi frá ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA óttast að vinndeilan geti orðið mjög löng.Stöð 2/Sigurjón „En jafnvel þótt við höfum okkar skoðanir á miðlunartillögunni þá teljum við að við búum í réttarríki. Við eigum að hlýta þeim leikreglum sem við búum við á vinnumarkaði. Að því leytinu til er komin upp fordæmalaus staða,“ segir Halldór Benjamín. Þá geri Samtök atvinnulífsins athugasemdir við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem lauk um helgina hjá Eflingu. „Núll komma sex prósent af félagsmönnum eru í raun að binda hendur allra félagsmanna sem starfa á kjarasamningnum sem eru 21 þúsund manns. Mér finnst ekki góður bragur á því,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar reiknar með svipaðri niðurstöðu eða enn betri í atkvæðagreiðslum um víðtækari aðgerðir. Enda eigi margir ekkert eftir af launum sínum eftir að hafa greitt húsaleigu. „Þetta er hópur fólks sem eins og ég sagði áðan knýr áfram hjól atvinnulífsins en á samt aldrei neitt fyrir sjálft sig,“ segir Sólveig Anna. Samningsaðilar ræðast ekki við og Halldór Benjamín segir Eflingu hafa slegið á útrétta sáttahönd og sett deiluna í átakagír. „Og langlundargeð atvinnurekenda gagnvart málflutningi Eflingar er ekki mikið um þessar stundir. Þess vegna óttast ég að þetta geti orðið mjög langvinnar vinnudeilur,“ segir framkvæmdastjóri SA. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
Eflingarfélagar á sjö hótelum Íslandshótela hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að hefja ótímabundið verkfall á sjö hótelum Íslandshótela frá hádegi næsta þriðjudag. Samtök atvinnulífsins stefndu síðan Eflingu fyrir Félagsdóm í dag vegna þessa og telja boðunina ólöglega. Klippa: Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Í dag boðaði Efling síðan atkvæðagreiðslu meðal 500 starfsmanna á öllum Berjaya hótelunum, eða gömlu Icelandair hótelunum í Reykjavík, Edition hótelinu og um 70 bílstjórum hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi. Á föstudag á Efling að skila inn greinargerð til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að kjörskrá félagsins, þann dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar sem boðaðar voru í dag. Á þriðjudag í næstu viku hefst að óbreyttu verkfall á sjö hótelum Íslandshótela og atkvæðagreiðslu um nýjar aðgerðir lýkur. Verði þær samþykktar hefjast þau verkföll hinn 15. febrúar. Samskip undrast það í yfirlýsingu í dag að aðgerðir Eflingar beinist einungis gegn einum flutningsaðila en vonast jafnframt til að ekki komi til verkfalls. Sólveig Anna Jónsdóttir segir kröfur Eflingar einfaldr, sanngjarnar og skýrar og snúast um að fólk nái endum saman.Stöð 2/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið tilbúið til að ganga langt til að ná ásættanlegum samningum. „Þegar ég er spurð að þessu hversu langt við séum tilbúin að ganga, vil ég spyrja til baka; hversu langt eru Samtök atvinnulífsins tilbúin að ganga til að koma sér hjá því að gera einfaldlega eflingarsamning við eflingarfólk. Aftur, það er ekki eins og kröfur okkar séu yfirgengilegar eða út úr öllu korti,“ segir Sólveig Anna. Þetta væru einfaldar og sanngjarnar kröfur um að eflingarfólk eigi meiri möguleika að ná endum saman. „Ég vona að staðfesta samninganefndar Eflingar og eflingarfólks verði til þess að kippa mönnum loksins niður á jörðina. Það hefur ávallt verið mín von í allri þessari deilu og hún er enn til staðar,“ segir formaður Eflingar. Saka Eflingu um að virða ekki reglur réttarríkisins Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki hægt að boða til verkfalls á sama tíma og miðlingartillaga liggi frammi frá ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA óttast að vinndeilan geti orðið mjög löng.Stöð 2/Sigurjón „En jafnvel þótt við höfum okkar skoðanir á miðlunartillögunni þá teljum við að við búum í réttarríki. Við eigum að hlýta þeim leikreglum sem við búum við á vinnumarkaði. Að því leytinu til er komin upp fordæmalaus staða,“ segir Halldór Benjamín. Þá geri Samtök atvinnulífsins athugasemdir við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem lauk um helgina hjá Eflingu. „Núll komma sex prósent af félagsmönnum eru í raun að binda hendur allra félagsmanna sem starfa á kjarasamningnum sem eru 21 þúsund manns. Mér finnst ekki góður bragur á því,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar reiknar með svipaðri niðurstöðu eða enn betri í atkvæðagreiðslum um víðtækari aðgerðir. Enda eigi margir ekkert eftir af launum sínum eftir að hafa greitt húsaleigu. „Þetta er hópur fólks sem eins og ég sagði áðan knýr áfram hjól atvinnulífsins en á samt aldrei neitt fyrir sjálft sig,“ segir Sólveig Anna. Samningsaðilar ræðast ekki við og Halldór Benjamín segir Eflingu hafa slegið á útrétta sáttahönd og sett deiluna í átakagír. „Og langlundargeð atvinnurekenda gagnvart málflutningi Eflingar er ekki mikið um þessar stundir. Þess vegna óttast ég að þetta geti orðið mjög langvinnar vinnudeilur,“ segir framkvæmdastjóri SA.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira