Ingimar og Kristoffer eru báðir 19 ára gamlir, en KA greindi frá félagsskiptunum á samfélagsmiðlum sínum í dag. Ingimar hefur verið í röðum Viking frá árinu 2020, en þangað fór hann frá Fjölni. Hann skrifar undir þriggja ára samning við KA.
Kristoffer skrifar hins vegar undir lánssamning út næsta tímabil. Hann á að baki tvo leiki fyrir aðallið Viking. Þá hefur hann einnig verið í unglingalandsliðum Noregs og hefur meðal annars leikið fjóra leiki fyrir U18 ára liðið.
✍🏻✅ Frábær liðsstyrkur fyrir komandi sumar, velkomnir í KA 🇳🇴 Kristoffer Forgaard Paulsen og 🇮🇸 Ingimar Torbjörnsson Stöle! 👏🏻 #LifiFyrirKA https://t.co/1TQ8sSU6Mx pic.twitter.com/Y9evTbVJtd
— KA (@KAakureyri) January 31, 2023