Í tilkynningu sem Lögreglan á Vesturlandi birti á Facebook fyrr í dag kemur fram að Modestas sé enn saknað.
Björgunarsveitir og lögreglan á Vesturlandi með aðstoð Landhelgisgæslunnar eru enn að leita þegar leitarskilyrði eru fyrir hendi.
Þeir sem telja sig hafa orðið vara við hann eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 4440300 eða í síma 112.
Þann 14.janúar síðastliðinn tóku hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu þátt í umfangsmikilli leit að Modestas. Notast var við þyrlu, fjölmarga dróna og fjórtán leitarhunda.
„Við höfum verið að fá smotterísábendingar, fólk sem segist hafa séð eitthvað. Þá höfum við farið og tékkað á því. En það hefur ekkert komið út úr því. Við erum svolítið „stopp,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi í samtali við Vísi þann 17. janúar síðastliðinn.