Fitufordóma-febrúar Guðrún Rútsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 07:00 Jæja, þá er megrunarmánuðurinn janúar (megrúnar?) búinn og best að snúa sér að næsta málefni: fitufordóma-febrúar. “Eins og við vitum öll þá er fátt verra í þessum heimi en að vera feitur. Að vera feitur ber vott um óheilbrigðan lífstíl, leti, litla sjálfstjórn og jafnvel heimsku. Og nú eru þessir örvæntingarfullu aumingjar farnir að beita lúalegum aðferðum eins og að nota rándýr megrunarlyf til að grennast. Þvílíkar afætur.” Ég veit ekki hvort svona umræður fari fram einhvers staðar en það er hugsanlega ekki svo fjarri lagi. Þann 2. febrúar sl. birti Fréttablaðið grein þar sem rætt er um aukningu á sölu svokallaðra megrunarlyfja og fyrir ári síðan birtust fréttir á RÚV þar sem rætt var um aukningu á notkun blóðsykurslækkandi lyfja. Það vill svo til að hér er verið að tala um sömu lyfin og það er nokkuð ljóst að notkun þeirra, síðan þau komu á íslenskan markað fyrir 5 árum, hefur stóraukist. Lyfin eru markaðssett fyrir fólk með sykursýki til að hafa stjórn á blóðsykrinum, en geta líka haft áhrif á þyngdarstjórnun. Þó lyfin séu markaðssett fyrir sykursjúka hafa þau reynst konum með PCOS vel. PCOS er heilkenni sem hefur áhrif á efnaskipti líkamans, frjósemi og hormónakerfið. Það hrjáir allt að 20% kvenna en er mjög vangreint. Þetta er flókið erfðatengt heilkenni sem ekki er fyllilega skilið, eins og flest sem lýtur að hormónakerfi kvenna, en ljóst er að hækkað insúlín, sem er partur af PCOS heilkenninu, spilar þar stóra rullu. Einkenni eru margvísleg en þau helstu eru óreglulegar blæðingar, einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun og merki um aukin androgen áhrif á húð s.s bólur og aukinn hárvöxtur. Heilkennið veldur einnig verulegri aukinni áhættu á ófrjósemi, sykursýki 2, háum blóðþrýstingi, hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Til að halda einkennum PCOS niðri er mikilvægt að hafa stjórn á blóðsykrinum og að halda sér í kjörþyngd getur líka haft jákvæð áhrif á einkenni. Við sem erum með PCOS vitum að þetta er hægara sagt en gert, en konur með PCOS eiga margar hverjar einmitt mjög erfitt með þyngdarstjórnun og að léttast. Stór partur kvenna með PCOS þróa með sér insúlínviðnám og er um 75% kvenna með PCOS í yfirþyngd. Konur með PCOS eru auk þess mun líklegri til að þróa með sér átröskun en aðrar konur. Því getur fylgt neikvæð líkamsímynd og óheilbrigt samband við mat, eitthvað sem erfitt er að tækla, sérstaklega þegar aðgengi að geðheilbrigðismálum er ekki betra en raun ber vitni á Íslandi en enginn skortur virðist vera á fitufordómum, m.a. hjá heilbrigðisstarfsfólki. Þessi svokölluðu megrunarlyf hafa hjálpað konum með PCOS að hafa stjórn á blóðsykri og halda niðri PCOS einkennum. Í sumum tilfellum hafa þau líka hjálpað við þyngdarstjórnun en það er þó ekki algilt. Ég fagna því að Fréttablaðið skuli sýna áhuga á verkferlum í kringum ávísanir þessara lyfja með því að senda fyrirspurn á Landlækni, þó mér finnist líklegt að sú fyrirspurn hafi verið send með það í huga að fletta ofan af nýju TikTok megrunaræði landans. Á meðan blaðamenn Fréttablaðsins bíða svara frá Landlækni má ég til með að benda á að einungis hluti þeirra sem er ávísað lyfinu fær það niðurgreitt frá Tryggingastofnun. Svo virðist sem eingöngu notendur greindir með sykursýki fái niðurgreiðslu en aðrir ekki. Jafnvel þó lyfið gagnist mun breiðari hópi og sé einmitt líka notað sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn sykursýki hjá t.d. PCOS konum með insúlín viðnám. Þetta eru ný lyf á markaði sem virðast hjálpa breiðum hópi fólks. Það er ekkert óeðlilegt við að það sé mikil aukning á notkun nýrra lyfja milli ára og í raun væri annað óeðlilegt. Ég frábið mér umræðu um að „vinsældirnar“ séu byggðar á auglýsingum á TikTok frekar en góðum áhrifum á heilsu fólks. Kæru fjölmiðlar, nú hafið þið mælt með megrunum í janúar, fitufordómum í febrúar. Hvernig væri að mæla með (sjálfs)mildi í mars? Höfundur er varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er megrunarmánuðurinn janúar (megrúnar?) búinn og best að snúa sér að næsta málefni: fitufordóma-febrúar. “Eins og við vitum öll þá er fátt verra í þessum heimi en að vera feitur. Að vera feitur ber vott um óheilbrigðan lífstíl, leti, litla sjálfstjórn og jafnvel heimsku. Og nú eru þessir örvæntingarfullu aumingjar farnir að beita lúalegum aðferðum eins og að nota rándýr megrunarlyf til að grennast. Þvílíkar afætur.” Ég veit ekki hvort svona umræður fari fram einhvers staðar en það er hugsanlega ekki svo fjarri lagi. Þann 2. febrúar sl. birti Fréttablaðið grein þar sem rætt er um aukningu á sölu svokallaðra megrunarlyfja og fyrir ári síðan birtust fréttir á RÚV þar sem rætt var um aukningu á notkun blóðsykurslækkandi lyfja. Það vill svo til að hér er verið að tala um sömu lyfin og það er nokkuð ljóst að notkun þeirra, síðan þau komu á íslenskan markað fyrir 5 árum, hefur stóraukist. Lyfin eru markaðssett fyrir fólk með sykursýki til að hafa stjórn á blóðsykrinum, en geta líka haft áhrif á þyngdarstjórnun. Þó lyfin séu markaðssett fyrir sykursjúka hafa þau reynst konum með PCOS vel. PCOS er heilkenni sem hefur áhrif á efnaskipti líkamans, frjósemi og hormónakerfið. Það hrjáir allt að 20% kvenna en er mjög vangreint. Þetta er flókið erfðatengt heilkenni sem ekki er fyllilega skilið, eins og flest sem lýtur að hormónakerfi kvenna, en ljóst er að hækkað insúlín, sem er partur af PCOS heilkenninu, spilar þar stóra rullu. Einkenni eru margvísleg en þau helstu eru óreglulegar blæðingar, einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun og merki um aukin androgen áhrif á húð s.s bólur og aukinn hárvöxtur. Heilkennið veldur einnig verulegri aukinni áhættu á ófrjósemi, sykursýki 2, háum blóðþrýstingi, hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Til að halda einkennum PCOS niðri er mikilvægt að hafa stjórn á blóðsykrinum og að halda sér í kjörþyngd getur líka haft jákvæð áhrif á einkenni. Við sem erum með PCOS vitum að þetta er hægara sagt en gert, en konur með PCOS eiga margar hverjar einmitt mjög erfitt með þyngdarstjórnun og að léttast. Stór partur kvenna með PCOS þróa með sér insúlínviðnám og er um 75% kvenna með PCOS í yfirþyngd. Konur með PCOS eru auk þess mun líklegri til að þróa með sér átröskun en aðrar konur. Því getur fylgt neikvæð líkamsímynd og óheilbrigt samband við mat, eitthvað sem erfitt er að tækla, sérstaklega þegar aðgengi að geðheilbrigðismálum er ekki betra en raun ber vitni á Íslandi en enginn skortur virðist vera á fitufordómum, m.a. hjá heilbrigðisstarfsfólki. Þessi svokölluðu megrunarlyf hafa hjálpað konum með PCOS að hafa stjórn á blóðsykri og halda niðri PCOS einkennum. Í sumum tilfellum hafa þau líka hjálpað við þyngdarstjórnun en það er þó ekki algilt. Ég fagna því að Fréttablaðið skuli sýna áhuga á verkferlum í kringum ávísanir þessara lyfja með því að senda fyrirspurn á Landlækni, þó mér finnist líklegt að sú fyrirspurn hafi verið send með það í huga að fletta ofan af nýju TikTok megrunaræði landans. Á meðan blaðamenn Fréttablaðsins bíða svara frá Landlækni má ég til með að benda á að einungis hluti þeirra sem er ávísað lyfinu fær það niðurgreitt frá Tryggingastofnun. Svo virðist sem eingöngu notendur greindir með sykursýki fái niðurgreiðslu en aðrir ekki. Jafnvel þó lyfið gagnist mun breiðari hópi og sé einmitt líka notað sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn sykursýki hjá t.d. PCOS konum með insúlín viðnám. Þetta eru ný lyf á markaði sem virðast hjálpa breiðum hópi fólks. Það er ekkert óeðlilegt við að það sé mikil aukning á notkun nýrra lyfja milli ára og í raun væri annað óeðlilegt. Ég frábið mér umræðu um að „vinsældirnar“ séu byggðar á auglýsingum á TikTok frekar en góðum áhrifum á heilsu fólks. Kæru fjölmiðlar, nú hafið þið mælt með megrunum í janúar, fitufordómum í febrúar. Hvernig væri að mæla með (sjálfs)mildi í mars? Höfundur er varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði.
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun