„Hvaða skilaboð voru þetta? Skilaboð frá eigandanum uppi, hver veit?“ skrifaði eigandi bílsins sem skitið var á í færslu á Facebook. „Ég er allt of heimskur fyrir svona. Þið verið að koma með skýrari skilaboð til mín,“ sagði hann jafnframt.
Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem líklegast er við hæfi að vara við, sést maðurinn ganga hinn rólegasti að bílnum, með að því er virðist einhverskonar grímu á andlitinu, virða fyrir sér bílinn nokkra stund áður en hann girðir niður um sig og lætur gossa á húddið.
Maðurinn var með klósettpappír meðferðis en virðist ekki nota hann heldur hendir á stéttina. Því næst girðir hann aftur niður um sig áður en hann tók á rás út í nóttina.
Eigandi bílsins óskaði eftir því að nágrannar hans í hverfinu skoðuðu eftirlitsmyndavélar og hefðu samband ef þeir kynnu deili á manninum.