Viðureigning var jöfn og spennandi frá upphafi til enda og var janfnt á öllum tölum frá fyrstu pílu.
Sigra þurfti fimm leggi til að tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn og í stöðunni 3-3 virtist Matthías vera á leið með að skrifa sig á spjöld íslensku pílusögunnar. Matthías kastaði þá sex fullkomnum pílum í röð og átti því möguleika á að ná fyrsta níu pílna leggnum í íslenskri sjónvarpspílu frá upphafi.
Það fór þó ekki betur en svo að sjöunda pílan lenti aðeins of ofarlega og Matthías missti einbeitinguna alfjörlega það sem eftir lifði leggsins. Alexander nýtti sér það, vann legginn og kom sér í 4-3.
Matthías jafnaði þó metin og knúði fram oddalegg, en þar hafði Alexander betur og tryggði sér sigur á Reykjavíkurleikunum í pílkasti.
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar Matthías komst nálægt því að ná fyrsta níu pílna legg íslenskrar sjónvarpspílu og þegar Alexander tryggði sér titilinn.