„Vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 07:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á að baki 96 A-landsleiki og gæti náð hundrað leikja markinu í april. Hún er í landsliðshópnum sem spilar þrjá leiki á æfingamóti á Spáni síðar í þessum mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fötluð börn á Íslandi geta nú æft fótbolta undir handleiðslu landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og ólympíumeistarans Erin McLeod en hjónin, og nýjustu leikmenn Stjörnunnar, hafa tekið að sér þjálfun hjá Öspinni. Gunnhildur og Erin eru nýfluttar til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þær spiluðu saman með liði Orlando Pride, og gengu báðar til liðs við Stjörnuna en þar hóf Gunnhildur sinn meistaraflokksferil. Í færslu á Facebook greinir Gunnhildur frá því að þær Erin séu auk þess farnar að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetji sem flesta til þess að mæta, enda sé fótbolti liðsíþrótt sem sé tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. BS-ritgerðin um íþróttir barna með sérþarfir Gunnhildur, sem er 34 ára, segist hafa starfað með börnum með sérþarfir um langt árabil, frá því áður en hún fór í atvinnumennsku fyrir áratug síðan. „Þegar ég bjó á Íslandi byrjuðum við mamma mín með fótboltanámskeið sem hét „Fótbolti fyrir alla“, sem var þá námskeið fyrir börn með sérþarfir. Síðan þá hef ég alltaf unnið með börnum með sérþarfir. Ég skrifaði BS-ritgerðina mína um íþróttaiðkun barna með sérþarfir, þjálfaði lið í Orlando fyrir börn með einhverfu og var sendiherra fyrir „special olympics“ í Flórída,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram. Ég er mikil baráttukona fyrir því að allir eigi rétt á að stunda íþróttir og þá líka þá íþrótt sem hentar þeim.“ Æfingar hjá Öspinni eru fyrir alla aldurshópa, stelpur og stráka, í Sjálandsskóla í Garðabæ á miðvikudögum frá klukkan 18-19. Skráning er á ospin.is. Málefni fatlaðs fólks Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Gunnhildur og Erin eru nýfluttar til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þær spiluðu saman með liði Orlando Pride, og gengu báðar til liðs við Stjörnuna en þar hóf Gunnhildur sinn meistaraflokksferil. Í færslu á Facebook greinir Gunnhildur frá því að þær Erin séu auk þess farnar að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetji sem flesta til þess að mæta, enda sé fótbolti liðsíþrótt sem sé tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. BS-ritgerðin um íþróttir barna með sérþarfir Gunnhildur, sem er 34 ára, segist hafa starfað með börnum með sérþarfir um langt árabil, frá því áður en hún fór í atvinnumennsku fyrir áratug síðan. „Þegar ég bjó á Íslandi byrjuðum við mamma mín með fótboltanámskeið sem hét „Fótbolti fyrir alla“, sem var þá námskeið fyrir börn með sérþarfir. Síðan þá hef ég alltaf unnið með börnum með sérþarfir. Ég skrifaði BS-ritgerðina mína um íþróttaiðkun barna með sérþarfir, þjálfaði lið í Orlando fyrir börn með einhverfu og var sendiherra fyrir „special olympics“ í Flórída,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram. Ég er mikil baráttukona fyrir því að allir eigi rétt á að stunda íþróttir og þá líka þá íþrótt sem hentar þeim.“ Æfingar hjá Öspinni eru fyrir alla aldurshópa, stelpur og stráka, í Sjálandsskóla í Garðabæ á miðvikudögum frá klukkan 18-19. Skráning er á ospin.is.
Málefni fatlaðs fólks Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira