Þróun leikskólastarfsins; Tímamótaskref í leikskólum Hafnarfjarðar Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 6. febrúar 2023 14:01 Framsókn í Hafnarfirði hefur síðan í upphafi síðasta kjörtímabils lagt áherslur á að endurskoða þurfi starfsumhverfi í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Við höfum talað fyrir því og haft trú á að það myndi hvetja fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og auka nýliðun í stétt leikskólakennara.Leikskólaárin eru mikil mótunarár í þroska og menntun barna og er leikskólinn fyrsta skólastigið. Þar er lagður grunnur að áframhaldandi námi og starfi barna til framtíðar. Inni á leikskólum starfar öflugur hópur fagmenntaðra kennara ásamt mikilvægum hópi ófaglærðra eða leiðbeinenda og markmið okkar hefur verið og er að skilgreina betur, styðja við og styrkja starf þeirra og bæta starfsaðstæður. Þverfagleg samvinna Í Hafnarfirði, í samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er verið að stíga tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar. Markmið okkar eru að fjölga fagfólki í leikskólum sveitarfélagsins og efla faglegt starf þeirra, styðja við og styrkja ófaglærða starfsmenn og auka sveigjanleika í starfi og vistunartíma. Þessi mikilvæga þróun leiðir m.a. til aukins samræmis á milli fyrstu skólastiganna og mótunar á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum skólasamfélagsins.Stór hópur fólks vann að þessari nýju nálgun í leikskólamálum í Hafnarfirði sem er þó bara fyrsta skrefið í vinnu starfshópsins að þróun leikskólastarfs og bættum starfsaðstæðum. Starfshópurinn samanstendur af fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, leikskólastjórum, leikskólakennurum, ófaglærðum starfsmönnum, foreldrum og Hlíf stéttarfélagi ásamt starfsfólki frá mennta- og lýðheilsusviði og fulltrúum frá pólitíkinni. Í svona stóru og mikilvægu verkefni er nauðsynlegt að fá alla sem hlut eiga að máli að borðinu til að fá yfirsýn yfir ólík sjónarmið en enginn þekkir starfsumhverfi leikskólans betur en sá sem þar starfar. Í hverju felst þróunin? Það sem búið er að gera:Í þróun leikskólastarfsins felst m.a. útfærsla á styttingu vinnuvikunnar. Hjá leikskólakennurum verður vinnuvikan 36 stundir á viku en viðvera áfram 40 stundir á viku yfir árið. Með þessari uppsöfnun verða 26 dagar á ári teknir út í svokölluðum ,,Betri vinnutíma í leikskólum” um jól, páska, sumar og í vetrarfríi auk daga sem veittir verða til endurmenntunar og færist því skólaár leikskólans nær því sem tíðkast í grunnskólum.Ófaglærðir taka sína vinnutímastyttingu út vikulega en þeir geta nú valið að skrifa undir nýtt starfsheiti, leikskóla- og frístundaliði. Með því hækka laun þeirra um nokkra launaflokka og verða því í samræmi við starfsheiti í grunnskólum. Einnig munu ófaglærðir í leikskóla halda föstum yfirvinnutímum sínum áfram. Starf þeirra verður það sama en þeir þurfa þó að taka námskeið í haust, á launum, sem styrkir þá í starfi sem leikskóla- og frístundaliðar. Þennan hóp viljum við efla og nú þegar er töluverður stuðningur í boði fyrir þá sem vilja fara og nema leikskólakennarafræðin meðfram vinnu. Það sem er framundan: Í þróun leikskólastarfsins felst einnig skýrari mótun og styrking á faglegu starfi innan leikskólans með áherslu á námið í gegnum leik og starf fyrri hluta dags en skipulagt frístundastarf seinni hluta dags. Skipulag leikskóladagsins verður þá í svipaðri mynd og í grunnskólanum þar sem nemendur á yngsta stigi eru í kennslustundum fram yfir hádegi en býðst að þeim loknum að fara í frístund. Með þessu stillum við af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færum þannig starfsumhverfi skólanna nær hvort öðru og höldum jöfnu flæði á milli skólastiga. Góða ferð í átt til framtíðar Það hefur lengi verið hjartans mál hjá okkur í Framsókn að bæta starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar og hlúa að bæði starfsfólki og börnum. Okkur þykir því mjög vænt um og erum afar stolt af því að á dögunum hlaut Hafnarfjarðarbær Orðsporið 2023, hvatningarverðlaun leikskólans, fyrir að “stíga það framsækna skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla og vera öðrum sveitarfélögum fyrirmynd með því að sýna gott fordæmi”, eins og segir á viðurkenningarskjalinu. Við erum farin af stað í vegferð og eru hvatningarverðlaun leikskólans svo sannarlega gott veganesti fyrir okkur í þá ferð og jafnframt staðfesting á því að við erum á réttri leið. Leið til góðra verka, sem munu gera hafnfirska leikskóla framúrskarandi og setja þá í flokk með eftirsóttustu leikskólum landsins að starfa í. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, varaformaður fræðsluráðs í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Framsókn í Hafnarfirði hefur síðan í upphafi síðasta kjörtímabils lagt áherslur á að endurskoða þurfi starfsumhverfi í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Við höfum talað fyrir því og haft trú á að það myndi hvetja fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og auka nýliðun í stétt leikskólakennara.Leikskólaárin eru mikil mótunarár í þroska og menntun barna og er leikskólinn fyrsta skólastigið. Þar er lagður grunnur að áframhaldandi námi og starfi barna til framtíðar. Inni á leikskólum starfar öflugur hópur fagmenntaðra kennara ásamt mikilvægum hópi ófaglærðra eða leiðbeinenda og markmið okkar hefur verið og er að skilgreina betur, styðja við og styrkja starf þeirra og bæta starfsaðstæður. Þverfagleg samvinna Í Hafnarfirði, í samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er verið að stíga tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar. Markmið okkar eru að fjölga fagfólki í leikskólum sveitarfélagsins og efla faglegt starf þeirra, styðja við og styrkja ófaglærða starfsmenn og auka sveigjanleika í starfi og vistunartíma. Þessi mikilvæga þróun leiðir m.a. til aukins samræmis á milli fyrstu skólastiganna og mótunar á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum skólasamfélagsins.Stór hópur fólks vann að þessari nýju nálgun í leikskólamálum í Hafnarfirði sem er þó bara fyrsta skrefið í vinnu starfshópsins að þróun leikskólastarfs og bættum starfsaðstæðum. Starfshópurinn samanstendur af fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, leikskólastjórum, leikskólakennurum, ófaglærðum starfsmönnum, foreldrum og Hlíf stéttarfélagi ásamt starfsfólki frá mennta- og lýðheilsusviði og fulltrúum frá pólitíkinni. Í svona stóru og mikilvægu verkefni er nauðsynlegt að fá alla sem hlut eiga að máli að borðinu til að fá yfirsýn yfir ólík sjónarmið en enginn þekkir starfsumhverfi leikskólans betur en sá sem þar starfar. Í hverju felst þróunin? Það sem búið er að gera:Í þróun leikskólastarfsins felst m.a. útfærsla á styttingu vinnuvikunnar. Hjá leikskólakennurum verður vinnuvikan 36 stundir á viku en viðvera áfram 40 stundir á viku yfir árið. Með þessari uppsöfnun verða 26 dagar á ári teknir út í svokölluðum ,,Betri vinnutíma í leikskólum” um jól, páska, sumar og í vetrarfríi auk daga sem veittir verða til endurmenntunar og færist því skólaár leikskólans nær því sem tíðkast í grunnskólum.Ófaglærðir taka sína vinnutímastyttingu út vikulega en þeir geta nú valið að skrifa undir nýtt starfsheiti, leikskóla- og frístundaliði. Með því hækka laun þeirra um nokkra launaflokka og verða því í samræmi við starfsheiti í grunnskólum. Einnig munu ófaglærðir í leikskóla halda föstum yfirvinnutímum sínum áfram. Starf þeirra verður það sama en þeir þurfa þó að taka námskeið í haust, á launum, sem styrkir þá í starfi sem leikskóla- og frístundaliðar. Þennan hóp viljum við efla og nú þegar er töluverður stuðningur í boði fyrir þá sem vilja fara og nema leikskólakennarafræðin meðfram vinnu. Það sem er framundan: Í þróun leikskólastarfsins felst einnig skýrari mótun og styrking á faglegu starfi innan leikskólans með áherslu á námið í gegnum leik og starf fyrri hluta dags en skipulagt frístundastarf seinni hluta dags. Skipulag leikskóladagsins verður þá í svipaðri mynd og í grunnskólanum þar sem nemendur á yngsta stigi eru í kennslustundum fram yfir hádegi en býðst að þeim loknum að fara í frístund. Með þessu stillum við af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færum þannig starfsumhverfi skólanna nær hvort öðru og höldum jöfnu flæði á milli skólastiga. Góða ferð í átt til framtíðar Það hefur lengi verið hjartans mál hjá okkur í Framsókn að bæta starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar og hlúa að bæði starfsfólki og börnum. Okkur þykir því mjög vænt um og erum afar stolt af því að á dögunum hlaut Hafnarfjarðarbær Orðsporið 2023, hvatningarverðlaun leikskólans, fyrir að “stíga það framsækna skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla og vera öðrum sveitarfélögum fyrirmynd með því að sýna gott fordæmi”, eins og segir á viðurkenningarskjalinu. Við erum farin af stað í vegferð og eru hvatningarverðlaun leikskólans svo sannarlega gott veganesti fyrir okkur í þá ferð og jafnframt staðfesting á því að við erum á réttri leið. Leið til góðra verka, sem munu gera hafnfirska leikskóla framúrskarandi og setja þá í flokk með eftirsóttustu leikskólum landsins að starfa í. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, varaformaður fræðsluráðs í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar í Hafnarfirði
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun