Fjölmörg bílslys seinni partinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2023 20:44 Mikið var um óhöpp í umferðinni seinni partinn í dag og eru mörg þeirra rakin til hálku. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningar um fjölmörg bílslys seinni part dags. Þar á meðal var minnst fimm bíla árekstur á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg en mörg slysanna má rekja til mikillar hálku sem myndaðist í dag. Í dagbók lögreglunnar segir frá því að bíll hafi oltið á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesveg en engin slys hafi orðið á fólki. Sjúkrabílar voru þó sendir á vettvang þar sem bíll endaði á vegriði á Höfðabakka við Árbæjarsafn. Meiðsl á fólki voru tilkynnt til lögreglu og er það eina slíka tilfellið í dagbókinni. Í einu tilviki missti ökumaður stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut, við Staldrið, og lenti á vegriði. Annar lenti á vegriði á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk og er sá ökumaður sagður hafa misst stjórn á bílnum þar sem hann hafi ekki ekið eftir aðstæðum. Þá lenti einn bíll á umferðarskilti á Hafnarfjarðarvegi og enn einn bíll lenti á vegriði við Hamraborg en sá endaði utanvegar. Einnig barst tilkynning um umferðarslys á Fjallkonuvegi. Lögreglunni barst þar að auki tilkynning um umferðarslys á Sæbraut við Kringlumýrarbraut en sá ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann hafði skömmu áður ekið á annan bíl en flúið af vettvangi. Maðurinn var handtekinn. Umferð Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Lúmsk hálka“ á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði lúmska hálku hafa verið á götunum. 6. febrúar 2023 19:04 Gatnamótin eru aftur ljóslaus Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag. 6. febrúar 2023 17:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir frá því að bíll hafi oltið á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesveg en engin slys hafi orðið á fólki. Sjúkrabílar voru þó sendir á vettvang þar sem bíll endaði á vegriði á Höfðabakka við Árbæjarsafn. Meiðsl á fólki voru tilkynnt til lögreglu og er það eina slíka tilfellið í dagbókinni. Í einu tilviki missti ökumaður stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut, við Staldrið, og lenti á vegriði. Annar lenti á vegriði á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk og er sá ökumaður sagður hafa misst stjórn á bílnum þar sem hann hafi ekki ekið eftir aðstæðum. Þá lenti einn bíll á umferðarskilti á Hafnarfjarðarvegi og enn einn bíll lenti á vegriði við Hamraborg en sá endaði utanvegar. Einnig barst tilkynning um umferðarslys á Fjallkonuvegi. Lögreglunni barst þar að auki tilkynning um umferðarslys á Sæbraut við Kringlumýrarbraut en sá ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann hafði skömmu áður ekið á annan bíl en flúið af vettvangi. Maðurinn var handtekinn.
Umferð Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Lúmsk hálka“ á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði lúmska hálku hafa verið á götunum. 6. febrúar 2023 19:04 Gatnamótin eru aftur ljóslaus Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag. 6. febrúar 2023 17:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
„Lúmsk hálka“ á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði lúmska hálku hafa verið á götunum. 6. febrúar 2023 19:04
Gatnamótin eru aftur ljóslaus Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag. 6. febrúar 2023 17:35