Laxaslagurinn mikli Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 8. febrúar 2023 07:01 Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Fiskeldi Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun