Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Ákvörðunin um að fljúga til Feneyja kom í kjölfar mikilla vinsælda á annarri ítalskri borg, Bologna, um sumarið í fyrra.
„Þessar miklar vinsældir urðu til þess að Play mun bjóða upp á Bologna í leiðakerfi sínu í sumar og bæta þar að auki við sig einni vinsælustu borg Ítalíu, Fenyjum,“ segir í tilkynningunni frá flugfélaginu.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir virkilega ánægjulegt að flugfélagið sé að stækka við sig á Ítalíu.
„Þetta land nýtur svo mikilla vinsælda meðal Íslendinga og þess vegna finnst okkur mikilvægt að auka framboðið til Ítalíu og þar með samkeppnina sem verður alltaf til þess að flugmiða verðið lækkar, neytendum til hagsbóta,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni.