Fyrrverandi viðskiptafélagi og vinur Kahramans skaut hann til bana fyrir utan bar. Hann framdi svo sjálfsmorð í kjölfarið. Kahraman var 43 ára þegar hann lést. Lögreglan í Vín er með málið til rannsóknar.
Kahraman lék þrjá landsleiki fyrir Austurríki, alla 2002. Þá lék hann fjölda leikja fyrir yngri landslið Austurríkis.
Auk þess að spila í heimalandinu lék Kahraman með liðum í Tyrklandi, Hollandi og Grikklandi.