Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2023 23:46 Úr Karphúsinu í kvöld. Vísir/Viktor Örn Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. Þessir samningar eru líklega þeir lengstu sem skrifað hefur verið undir á Íslandi. Sjómenn hafa verið án samninga frá lokum árs 2019 en viðræðum var síðast slitið árið 2021. Viðræður hafa staðið yfir í Karphúsinu frá áramótum og hefur þeim verið lýst sem hörðum en góðum. Í tilkynningu frá SFS segir að megininntak samninganna lúti að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækki í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði og þar að auki sé áhersla lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála. Þar segir enn fremur að með langtímasamningi til tíu ára sé samstarf sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja styrkt og frekari grundvöllur lagður að því að viðhalda eftirsóknarverðum og vel launuðum störfum á sjó. Þá eigi að setja aukinn þunga í öryggismál og heilsu sjómanna með stofnun sérstakrar öryggisnefndar. Hart tekist á Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir stemninguna gríðarlega góða eftir undirskriftina. Mikil vinna hafi verið unnin síðustu daga og samninganefndirnar hafi staðið sig mjög vel. Hann segir að vinnan hafi gengið nokkuð vel eftir að deilurnar rötuðu á borð hans. „Það var auðvitað hart tekist á stundum en þetta var virkilega gott samtal,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteini telst til að þetta sé lengsti kjarasamningur sem gerður hefur verið á Íslandi. Tryggja kjör til lengri tíma Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri FSF, segir þetta vera risastóran áfanga. Það hafi tekið langan tíma að ná samningum en mikið traust hafi myndast milli deiluaðila á þeim tíma. Hún segir að nú sé málið úr þeirra höndum, kynna þurfi samningana og vona eftir því besta. „Ég tel að við séum að tryggja sjómönnum góð kjör til lengri tíma,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Heiðrún sagði einni að halda þyrfti áfram að byggja traust og auka stöðugleika. Ekki síst vegna þess að með þessum samningi væri verið að gera eitthvað sem hefði ekki verið gert áður. Verið væri að binda saman jákvæða þætti hlutaskiptakerfisins og almenna vinnumarkaðarins. Ganga sáttir frá borði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir mjög góða stemningu hjá þeim sem að samningunum stóðu. Mikil vinna hafi verið lögð í þetta frá áramótum með löngum fundum nokkrum sinum í viku. Hann segist þeirrar skoðunar að um tímamótasamning sé að ræða sem tryggi sjómönnum hækkanir í samræmi við aðra kjarasamninga á tímabilinu og vel hafi verið komið til móts við þá varðandi lífeyrissjóði. Þrátt fyrir það séu tíu ár ekki langur tími þegar komi að sjómönnum. Undanfarin tólf ár hafi þeir til að mynda verið samningslausir í níu ár. Kynningarvinnan mun hefjast strax á morgun og standa yfir í næstu viku. Eftir það hefst atkvæðagreiðslan líklega, samkvæmt Valmundi, og á hún að standa yfir í þrjár vikur. „Við göngum mjög sáttir frá borði og teljum þetta mjög ásættanlegt fyrir íslenska sjómenn.“ Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þessir samningar eru líklega þeir lengstu sem skrifað hefur verið undir á Íslandi. Sjómenn hafa verið án samninga frá lokum árs 2019 en viðræðum var síðast slitið árið 2021. Viðræður hafa staðið yfir í Karphúsinu frá áramótum og hefur þeim verið lýst sem hörðum en góðum. Í tilkynningu frá SFS segir að megininntak samninganna lúti að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækki í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði og þar að auki sé áhersla lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála. Þar segir enn fremur að með langtímasamningi til tíu ára sé samstarf sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja styrkt og frekari grundvöllur lagður að því að viðhalda eftirsóknarverðum og vel launuðum störfum á sjó. Þá eigi að setja aukinn þunga í öryggismál og heilsu sjómanna með stofnun sérstakrar öryggisnefndar. Hart tekist á Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir stemninguna gríðarlega góða eftir undirskriftina. Mikil vinna hafi verið unnin síðustu daga og samninganefndirnar hafi staðið sig mjög vel. Hann segir að vinnan hafi gengið nokkuð vel eftir að deilurnar rötuðu á borð hans. „Það var auðvitað hart tekist á stundum en þetta var virkilega gott samtal,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteini telst til að þetta sé lengsti kjarasamningur sem gerður hefur verið á Íslandi. Tryggja kjör til lengri tíma Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri FSF, segir þetta vera risastóran áfanga. Það hafi tekið langan tíma að ná samningum en mikið traust hafi myndast milli deiluaðila á þeim tíma. Hún segir að nú sé málið úr þeirra höndum, kynna þurfi samningana og vona eftir því besta. „Ég tel að við séum að tryggja sjómönnum góð kjör til lengri tíma,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Heiðrún sagði einni að halda þyrfti áfram að byggja traust og auka stöðugleika. Ekki síst vegna þess að með þessum samningi væri verið að gera eitthvað sem hefði ekki verið gert áður. Verið væri að binda saman jákvæða þætti hlutaskiptakerfisins og almenna vinnumarkaðarins. Ganga sáttir frá borði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir mjög góða stemningu hjá þeim sem að samningunum stóðu. Mikil vinna hafi verið lögð í þetta frá áramótum með löngum fundum nokkrum sinum í viku. Hann segist þeirrar skoðunar að um tímamótasamning sé að ræða sem tryggi sjómönnum hækkanir í samræmi við aðra kjarasamninga á tímabilinu og vel hafi verið komið til móts við þá varðandi lífeyrissjóði. Þrátt fyrir það séu tíu ár ekki langur tími þegar komi að sjómönnum. Undanfarin tólf ár hafi þeir til að mynda verið samningslausir í níu ár. Kynningarvinnan mun hefjast strax á morgun og standa yfir í næstu viku. Eftir það hefst atkvæðagreiðslan líklega, samkvæmt Valmundi, og á hún að standa yfir í þrjár vikur. „Við göngum mjög sáttir frá borði og teljum þetta mjög ásættanlegt fyrir íslenska sjómenn.“
Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent